Fleiri fréttir

Enginn verður skilinn eftir

Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum að sögn Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem lítur til Finnlands og Kanada. Börn af erlendum uppruna megi ekki vera jaðarsett og skortir aðstoð.

Lendingarbúnaður lokar leiðum úr bænum

Nýr lendingarbúnaður við Akureyrarflugvöll gæti lokað útivistarleið um Eyjafjörð en gömlu brýrnar hafa borið ferðalanga yfir Eyjafjörð síðan árið 1923. Óvíst hvenær ný vegur verður lagður fyrir þann sem tapast undir lendingarbúnaðinn.

Málefni barna í forgangi hjá ráðherra

Til greina kemur að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar þurfi að starfa saman að lágmarki eins og Reykjavíkurborg hefur hvatt til.

Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu

Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Hann segir flokkinn á góðri siglingu og stefnir á að ná þremur mönnum inn. Þótt stjórnmálin þyki hvikul segir hann spáveðurfræðina en hvikulli.

FG vann Gettu betur í fyrsta sinn

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Kvennaskólanum í Reykjavík í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en úrslitin fara fram í Háskólabíói og eru í beinni útsendingu á RÚV.

Senda sólknúinn plastjeppa í 30 daga ferð á Suðurskautslandið

Sólknúinn plastjeppi verður prufukeyrður á íslenskum jöklum á næstu dögum í undirbúningi fyrir 30 daga för á Suðurskautslandið. Verkefninu er stýrt af hollenskum góðgerðasamtökum sem vilja vekja fólk til vitundar um endurnýtingu plastúrgangs.

Fagnar breyttri skilgreiningu á nauðgun

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það fagnaðarefni að Alþingi hafi ákveðið að breyta ákvæði almennra hegningarlaga er snýr að nauðgun. Hún segir fyrst fremst um táknræna breytinga að ræða sem sendi mikilvæg skilaboð út í samfélagið.

Umhverfisstofnun lokar svæði á Skógaheiði

Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæði á Skógaheiði vegna ágangs ferðamanna en stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til að skoða Skógafoss ganga upp á heiðina.

Grunur um salmonellu í grísahakki

Fyrirtækið Síld og fiskur ehf. hefur, í samráði við Matvælastofnun, innkallað af markaði þrjár framleiðslulotur af grísahakki.

Þrif gatna hafin í Reykjavík

Sópun á götum og stígum í Reykjavík hófst í síðustu viku um leið og veður leyfði og var það rúmri viku á undan áætlun.

Ný skilgreining á nauðgun

„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum.

Borgin greiðir ekki öryrkjum bætur sem þeim voru dæmdar

Framkvæmd Reykjavíkurborgar að neita öryrkjum um sérstakar húsaleigubætur var dæmd ólögmæt. Samt sem áður neitar borgin að greiða sérstakar húsaleigubætur aftur í tímann til allra öryrkja sem rétt eiga á bótunum. Borgarstjórinn hefur enn ekki svarað tveggja mánaða gömlu bréfi frá Öryrkjabandalaginu.

Óku stolnum bíl út af veginum

Sjö ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaðir um akstur undur áhrifum áfengis eða fíknefna.

Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár

Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis.

Útflutningur eykst þrátt fyrir styrkingu krónu

Hestaútflutningur hefur aukist um nærri 30 prósent frá árinu 2010 á sama tíma og folöldum hefur fækkað nokkuð. Formaður Félags hrossabænda segir gott verð fást fyrir góða gripi en bændur hafi fækkað hjá sér eftir nokkurt offramboð.

Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara

Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu.

Dulnefni Stellu stoppi ekki greiðslur

Settur umboðsmaður Alþingis mælist til þess að bókasafnssjóður leysi efnislega úr máli Stellu Blómkvist leiti höfundurinn á ný til sjóðsins.

Sjá næstu 50 fréttir