Fleiri fréttir

Vogur fullur og neyslan eykst

Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga.

Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina

Stjórnmálafræðiprófessor segir ríkisstjórnina sigla lygnan sjó þrátt fyrir vandræði innan VG. Stjórnin þurfi ekki að reiða sig á atkvæði Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar. Reynt að greiða úr málum á þingflokksfundi í dag.

Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima

Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ.

Tölvurnar eru enn ófundnar

Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ.

Leyfi séra Ólafs lýkur í vikunni

Frestur til að áfrýja úrskurðum úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í málunum fimm gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, rennur út í dag.

Búa til krúsir í baráttu gegn krabba

Fimm bestu vinkonur stofnuðu fyrirtækið VON krúsir og framleiða handgerða bolla úr keramik til styrktar Krabbameinsfélaginu. Málefnið snerti þær allar á einhvern hátt en tvær þeirra eiga móður sem hefur fengið krabbamein.

Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins en hann var í dag endurkjörinn í embætti með 96 prósent atkvæða.

Eltir leikhúsdrauminn laus úr fjötrum karlmennskunnar

"Um leið og þetta karlmennskumyllumerki byrjaði fór ég að hugsa um þetta. Ég skellti þessu tvíti bara út í hálfkæringi og bjóst alls ekki við því að það myndi fá þessi viðbrögð.“ segir Tómas í samtali við Vísi.

Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús

Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu.

Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum

Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám.

„Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans.

Sjúkraflutningar áfram tryggðir

Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra.

Gert að greiða 7 milljónir vegna „tíu dollara-hússins“ á Flórída

Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Sævari Jónssyni, kaupmanni og fyrrverandi landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, þess efnis að Sævar skyldi greiða Pillar Securitisation Sarl, banka í Lúxemborg, rúmar sjö milljónir króna vegna íbúðarhúss á Flórída.

Sjá næstu 50 fréttir