Fleiri fréttir

Ekki lengur dóttir morðingja

Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf.

Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra

Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Búnaður til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntum sem var stolið úr íslenskum gagnaverum í vetur hefur ekki fundist. Í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 kemur fram að ekki sé útilokað að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi.

Rannsaka þjófnað á 600 tölvum

Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð

Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar skoðar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Ráðgjafi hjá sviðinu var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í desember og hafði áður verið kærður.

Stöðuvatn við Stórhöfða

Tveir vöruflutningabílar eru fastir í miklum vatnselg í iðnaðarhverfinu í Stórhöfða eftir að niðurföll stífluðust í óveðrinu sem gengið hefur yfir í morgun.

Allir gangi samhentir í takt að stórskipahöfn

Þýska hafnarfyrirtækið Bremenport vill að tryggt sé að hið opinbera standi við skilmála sérleyfis vegna stórskipahafnar í Finnafirði segir fyrrverandi oddviti í Langanesbyggð. Ekki sé rétt að fyrirtækið vilji milljarðaábyrgðir heim

Samið um eftirlitsvélar

Gengið hefur verið frá samningi lögreglunnar, Neyðarlínunnar og Garðabæjar um öryggismyndavélakerfi í bænum.

Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax

Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjó­kvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar.

Ógæfufólki og brennuvörgum bægt í burtu

Akureyrarbær hefur fallið frá því að auglýsa tillögu um að setja í barnvænt hverfi þjónustuíbúðir fyrir fólk sem öðrum íbúum er talin stafa hætta af. Eigendur fasteigna í hverfinu mótmæltu skipulagstillögunni kröftuglega og það bar árangur.

Sjá næstu 50 fréttir