Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vindmyllugarður í Dalabyggð, óvissa hjá starfsmönum United Silicon í Helguvík og þvívíddarprentari á íslenskri skurðstofu er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 í opinni dagskrá kl. 18:30.

Vill byggja í Örfirisey og útrýma menntasnobbi

Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Sveinbjörg vill snjallsímabann í grunnskólum borgarinnar

Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar.

Grunaður um áralöng brot gegn pilti

Maður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti sem heimildir herma að hafi staðið yfir um nokkurra ára skeið þegar hann var barn og unglingur.

Ekki hægt að leggja ofurskatta á grein í uppbyggingu

Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær.

Vegum lokað víða um land vegna veðurs

Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar.

Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð

Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur.

Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður

Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn.

Vill draga úr umsvifum lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi

Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi.

Rafmagnslaust í Reykjavík

Veitur benda íbúum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggja Veitur að slökkt sé á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Náði takmarkinu og grét af gleði

Þórunn Hilda Jónasdóttir vildi safna fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir krabbameinsdeildina og fór söfnunin fram úr hennar björtustu vonum.

Óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum hjá lögreglu

Nokkur stígandi er í fjölda mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglu og varða kynferðisbrot gegn börnum. 29 brot eru nú til rannsóknar. Tveir starfsmenn lögreglu eru í sérstakri þjálfun til að takast á við stafræn ofbeldisbrot gegn börnum.

Sjá næstu 50 fréttir