Fleiri fréttir

Niðurstaða í kjötþjófnaðarmáli um mánaðamótin

Búast má við því að ákvörðun um ákæru í umfangsmiklu kjötþjófnaðarmáli, sem upp kom á Keflavíkurflugvelli í haust, verði tekin fyrir eða um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum telst málið upplýst og rannsókn að ljúka. Fram hefur komið að um hálfu tonni af kjöti hafi verið stolið.

Kærðu skipan í fjárlaganefnd

Kærunefnd jafnréttismála vísaði frá kæru Kvenréttindafélags Ísland vegna skipunar í fjárlaganefnd Alþingis. Félagið þótti ekki hafa sýnt að það ætti aðild að málinu.

Fresta máli um nýjar vindmyllur

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ.

Ofbeldi, áreitni og mismunun í prestastétt

Konur í prestastétt sendu í gær frá sér yfirlýsingu vegna #metoo byltingarinnar og skoruðu á stjórn þjóðkirkjunnar að beita sér fyrir siðbót hvað varðar vinnuumhverfi kvenna í kirkjunni.

Listi Samfylkingarinnar í Kópavogi

Samfylkingin í Kópavogi ákvað að stilla upp á lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum og í kvöld skilaði uppstillingarnefnd tillögu að skipun lista Samfylkingarinnar og var hann samþykktur á fundi flokksins samhljóða.

Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga

Á Læknadögum var rætt um heilsu lækna en starfið er mjög streituvaldandi. Þróunin er þó í rétta átt og læknar eru farnir að upplýsa samstarfsfólk ef álagið er of mikið og leita sér hjálpar.

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík

Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum.

Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf

Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Við fjöllum við um lengd sólarhringsins. Skammdegið hverfur nú hratt með hækkandi sól og bættri geðheilsu landsmanna. Aukin birta eftir skammdegi síðustu vikna var áberandi í fallegu vetrarveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Dagurinn lengist nú um 7 mínútur á sólarhring.

Skjálftar í Bárðarbungu

Tveir skjálftar mældust í Bárðarbungu á tíunda tímanum í morgun. Báðir voru suð- eða suðaustur af Bárðarbungu.

Einn áfram í gæsluvarðhaldi í peningaþvættismáli

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudaginn á gæsluvarðhaldskröfu yfir öðrum mannanna sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á peningaþvætti alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi.

Varhugaverðar akstursaðstæður víða

Nú á níunda tímanum í morgun var hálka eða snjóþekja og éljagangur á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi en þæfingsfærð á Grafningum.

Reginn telur of langt gengið í að vernda íbúana

Fasteignafélög og íbúasamtök miðborgarinnar eru meðal þeirra sem gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Reykjavíkur vegna veitingahúsa og gististaða. Ýmis sjónarmið togast á.

Svara því að karlar fái herraklippingu 18 ára

Einstaklingar þurfa að ná 25 ára aldri til að fara í ófrjósemisaðgerð. Tvisvar var blaðamanni tjáð að ekkert aldurstakmark væri fyrir karla til að fara í slíka aðgerð hjá Domus Medica.

Fjögur innbrot í Flatahverfi einu

Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu.

Gagnrýna töf á nýju elliheimili

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarráði Hafnafjarðar segja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafa komið í veg fyrir að nýtt hjúkrunarheimili væri opnað snemma árs 2016.

Fleiri börn leita til transteymis

Sextán leituðu til barna- og unglingageðdeildar Landspítala vegna kynáttunarvanda í fyrra. Yngstu börnin sem leita þangað eru ekki orðin kynþroska. Fullorðnum einstaklingum fjölgar líka. Skýringar á fjölgun ekki fyrir hendi.

Sjá næstu 50 fréttir