Fleiri fréttir

Skúli sækist eftir þriðja sæti

Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi.

Líkfundur í Öræfum

Björgunarsveitarmenn í Öræfum fundu, um hádegisbil, látinn mann við Sandfell í Öræfum.

Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu.

Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si

Hrollkalt í dag

Það gæti orðið vart við stöku él við suðvesturströndina.

Leynd yfir greiðslu sex milljóna miskabóta

Fyrrverandi skólastjóri Flóaskóla fékk greiddar sex milljónir króna í miskabætur frá Flóahreppi vegna starfsloka sinna. Leynd hvílir yfir ástæðu þess að skólastjóranum var sagt upp.

Sjaldan fleiri slasast illa eða látið lífið

Meira en 200 manns létust eða slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2017. Þar af létust sextán. Helmingur slysanna varð á vegarköflum sem samtals eru 551 kílómetri. Sérfræðingur segir sorglegt að horfa til þess að fjármagni sé ekki

Röðuðu saman erfðamengi Hans Jónatans

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans sem fæddist í þrældómi en kom til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þetta gerðu þeir með bútum af litningum hundrað áttatíu og tveggja afkomenda hans. Talið er að Hans Jónatan eigi sér 700 afkomendur á Íslandi.

Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun

Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast.

Sjá næstu 50 fréttir