Fleiri fréttir

Allt að fimmtán milljarða innspýting

Áætlað er að framlög til reksturs heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins aukist verulega í frumvarpi til fjárlaga sem lagt verður fram síðar í vikunni.

Fjórir dæmdir fyrir skjalafals

Tveir Erítreumenn, Sómali og Georgíumaður voru nýlega dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hver fyrir að framvísa fölsuðum eða röngum vegabréfum á leið sinni um Keflavík.

Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum

Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag.

Haraldur hlaut varanlega sjónskerðingu eftir leik með leikjalaser

Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan.

Sýknaður af sifskapar- og kynferðisbroti gegn fjórtán ára stúlku

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, þjófnaðarbrot, húsbrot og fíkniefnalagabrot, Sigurður, sem er 21 árs, var á sama tíma sýknaður af ákæru um sifskapar- og kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var sjálfur átján ára í nóvember 2014 þegar þeir atburðir áttu sér stað sem leiddu til ákæru á hendur honum.

Andar áfram af norðri

Búist er við norðlægri átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu austast á landinu.

Sveinki færir grænlenskum börnum jólapakka frá Íslandi

Íslenski jólasveinninn Stekkjastaur heldur til Kulusuk eftir helgi þar sem hann hyggst færa grænlenskum börnum jólagjafir. Gjafanna er aflað af félagsmönnum í skákfélaginu Hróknum, en þeir voru í óða önn að pakka inn í dag.

Gagnrýnir meirihlutann fyrir skort á aðhaldi í rekstri

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýnir meirihlutann í borgarstjórn fyrir að hafa ekki sýnt nægilegt aðhald í rekstrinum á kjörtímabilinu sem er að líða og segir hann Reykjavíkurborg vera með skuldugustu sveitarfélögum á Íslandi.

Átök í borg og í landsmálum í Víglínunni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Halldór Halldórsson, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, eru meðal gesta í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyniklukkan 12:20 í dag.

Slökkvistarfi að ljúka á Ísafirði

Nokkrir slökkviliðsmenn eru eftir við húsnæði skipaþjónustu HG þar sem þeir vinna að því að slökkva í glæðum og vakta svæðið til að koma í veg fyrir að eldur gjósi þar upp á ný.

Biðja um meiri vinnu í fangelsin

Fangelsismálastofnun auglýsir eftir atvinnu fyrir fanga á Hólmsheiði: Alls konar starfsemi er á Litla-Hrauni og hugmyndirnar skortir ekki. Þó eru ljón í veginum. Forstöðumenn vilja fleira starfsfólk. Fangarnir biðja um hærri laun.

Sjá næstu 50 fréttir