Fleiri fréttir

Gersemar geymdar á Garðskaga

Hilmar Foss íhugar leiðir til að hleypa almenningi að einstöku safni forvitnilegra og skemmtilegra muna sem honum hafa áskotnast í gegnum tíðina og prýða nú stóra skemmu nærri heimili hans á Garðskaga.

Enn skelfur Bárðarbunga

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt.

Ráðherra rannsaki verðmyndun

Mikilvægt er að gera úttekt á verðmyndun frá frumframleiðanda í sauðfjárrækt til neytenda að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem hyggst skora á landbúnaðarráðherra að láta gera slíka úttekt.

Ráða verktaka með vinnuvélar til eyðingar lúpínu

Verktaki með öflug verkfæri verður fenginn til að útrýma skógarkerfli og lúpínu næsta sumar í landi Mosfellsbæjar. Er talið að plönturnar ógni líffræðilegri fjölbreytni á viðkvæmum svæðum. Verði því ekki komist hjá því að ráða verktaka í stað þess að láta vinnuskólabörn sjá um eyðinguna.

Menntunarstig útlendinga hátt

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps segir mikilvægt að virkja allan mannauð í sveitarfélaginu og tekur þar undir með atvinnumálanefnd hreppsins.

Afbókanir berast vegna verkfallshótana

"Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja.

Tugprósenta verðmunur á jólakræsingum

Verðmunur á jólamat milli verslana nemur að meðaltali 35 prósentum. Verðkönnun ASÍ leiðir þetta í ljós. Mestur er verðmunur á grænmeti og ávöxtum en meðalverðmunur milli búða er 52 prósent.

Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines

Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal.

Skortur á upplýsingum um matarsóun

Áhersla hefur verið lögð á matarsóun síðastliðin tvö ár í úrgangsstefnu stjórnvalda, en engin leið er að meta hvort matarsóun sé breytileg á milli mánaða, ára eða hátíða. Áhrif matarsóunar eru margvísleg og mikil.

Örþörungarækt í jarðhitagarði

Bæjarstjórn Ölfuss segist heilshugar munu styðja Omega Algae í að koma á fót umhverfisvænni örþörungaframleiðslu í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði ef ríkið veitir félaginu fyrirgreiðslu samkvæmt lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga.

Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu

Sigurður Ingi Jóhannsson segir að það skýrist fljótlega hvert ríkisstjórnin hyggist stefna í samgöngumálum. Hann segir ljóst að ekki sé hægt að byggja upp allar stofnæðarnar í kring um höfuðborgarsvæðið samtímis.

Íbúar hvetja bæinn í vegadeilu Garðbæinga og Hafnfirðinga

Húseigendur í Prýðishverfi í Garðabæ við gamla Álftanesveginn brýna fyrir bæjaryfirvöldum að hvika hvergi frá lokun tengingar vegarins við Hafnarfjörð. Vegurinn sé stórhættulegur, aðallega vegna umferðar til Hafnarfjarðar.

Börn ekki nægilega oft spurð leyfis

Foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur deila iðulega myndum og upplýsingum um börn án þess að spyrja þau leyfis. Formaður ungmennaráðs Umboðsmanns barna telur að lokaákvörðun eigi alltaf heima hjá barninu.

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg tölvuþrjótum

Síðustu daga hefur komið í ljós stórt safn lykilorða og notendanafna sem hefur verið í umferð á netsíðum tölvuþrjóta. Safnið inniheldur meðal annars um eitt hundrað þúsund lykilorð tengd íslenskum notendum.

Innkalla Piparkúlur vegna mistaka við pökkun

Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Nóa Piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti

Sjá næstu 50 fréttir