Fleiri fréttir

Ekkert lát á kókaínflóði

Tollgæslan á Kefla­víkurflugvelli hefur lagt hald á hátt í 31 kíló af fíkniefnum sem reynt hefur verið að smygla til landsins það sem af er ári.

Fimmti hver deyr í bið inni á Landspítalanum

Fimmtungur þeirra sem bíða á LSH eftir dvalarrými á öldrunarheimilum deyja áður en þeir komast inn á viðeigandi stofnun. Eitt hundrað hjúkrunarrými myndu leysa næstum allan vanda spítalans að mati yfirlæknis bráðadeildar.

Loka vegum vegna veðurs

Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið.

Gæti tekið þessa viku að skrifa stjórnarsáttmálann

Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra.

Gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að synja víetnamskri konu, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, um námsmannadvalarleyfi.

Sjá til enda en ætluðu að vera komin lengra

Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bjuggust við að vera komin lengra í stjórnarmyndunarviðræðum á þessum tíma en raunin er. Þau segja biðina útskýrast af því að þau vilji vanda til verka.

Ekkert umburðarlyndi vegna hótana í garð lögreglumanna

Ákærum og dómum vegna hótana og ofbeldis í garð lögreglu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Refsiramminn var hækkaður fyrir tíu árum. Málum fjölgar en dómar þyngjast ekki. Saksóknari vill vægari úrræði. Formaður Landssambands lögreglumanna er fastur fyrir.

Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna

Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Hækkun á framlagi til þróunarmála skýrist að miklu leyti af komu flóttamanna.

Hjón kæra Garðabæ fyrir að loka vegi

Í bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krefjast hjónin þess að deiliskipulag fyrir Garðahraun sem Garðabær samþykkti í haust verði fellt úr gildi hvað snertir lokun vegtengingar milli Herjólfsbrautar og Garðahrauns­vegar.

Segir hvítabirni misvísandi tákn

Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð.

Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu

Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku.

Segja málefni stúdenta vanrækt

Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, vill að hugað verði að málefnum stúdenta við myndun stjórnarsáttmála.

Telja lögreglumenn á vettvangi hafa brugðist rétt við

Lögreglan lítur svo á að lögreglumenn sem höfðu afskipti af stúlku í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags hafði brugðist rétt við. Dyravörður á skemmtistað í Reykjavík taldi grun leika á um að henni hafði verið byrlað ólyfjan en taldi lögregluna hafa sýnt af sér sinnuleysi gagnvart stúlkunni.

„Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“

Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum.

Nærri þriðjungur kvenna óttast að verða fyrir kynferðisofbeldi í miðborginni og margar forðast illa upplýstar götur

Nær enginn karlmaður, sem tók afstöðu í nýrri könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um öryggi í miðborginni, hafði áhyggjur af því að verða þolandi kynferðisofbeldis - á sama tíma og þrjár af hverjum tíu konum höfðu slíkar áhyggjur. Þá eru konur mun líklegri til að hegða sér á ákveðin hátt til þess að auka öryggi sitt á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir