Fleiri fréttir

Telja viku eftir af viðræðunum

Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót.

Kanna hleðslu vélar sem brotlenti

Lögð hafa verið fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa drög að lokaskýrslu um orsakir þess að lítil flugvél brotlenti í Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015.

Fékk góða vini á spítalann

Nemendur í Hagaskóla mynduðu í gær keðju og létu ávísun ganga frá Hagaskóla á spítalann til Ólafs Ívars Árnasonar.

Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið

Flýta þarf framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu við Kauptún í Garðabæ til að bregðast við auknu umferðarálagi sem fylgja mun opnun Vínbúðar. Bæjaryfirvöld vildu Vínbúð í miðbæinn. ÁTVR sá tækifæri í Costco-traffík.

Fjarri markmiðum um útgjöld til þróunarmála

Íslensk stjórnvöld standa sig verst Norðurlanda í fjárframlögum til alþjóðlegra þróunarmála. 0,29 prósentum vergra þjóðartekna varið í þróunarmál en markmiðið 0,7 prósent.

Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar

Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar.

Fagna opinni umræðu um kynferðislega áreitni

Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi.

Þrjú hrunmál fyrir endurupptökunefnd vegna hlutabréfaeignar dómara

Fyrir endurupptökunefnd eru nú þrjú mál dómþola í hrunmálum sem krefjast endurupptöku vegna hlutafjáreignar dómara í bönkunum. Fyrr í þessari viku komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að hlutafjáreign dómara í banka gerði hann ekki vanhæfan til að dæma í sakamáli á hendur forstjóra þessa sama banka.

Búa sig undir mikla aðsókn

Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt.

Mikil uppbygging á KR-svæðinu í kortunum

Íþróttasvæði KR-inga í Frostaskjóli mun taka stakkaskiptum gangi áætlanir KR og Reykjavíkur eftir. Fyrir liggja tillögur sem miða að því að snúa knattspyrnuvellinum, byggja knatthús, íbúðir og húsnæði fyrir verslun og þjónustu.

Hreiðraði um sig í svefnpoka fyrir framan Austurbæ

Enginn ætti að þurfa að sofa úti í frosti, segir Hjördís Diljá Bech. Í vikunni varð hún vitni að því, þrjú kvöld í röð, að karlmaður lagðist til svefns á bekk við Austurbæ í Reykjavík.

Vísindamenn sendir að Kvíá

Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi.

Kosningunni lýkur á sunnudaginn

Ávaxtatré, stór klukka á Hlemm, dorgpallur og parkour-útivistarsvæði eru meðal þeirra 220 verkefna sem kosið er á milli í hverfa­kosningunni "Hverfið mitt“.

Reykjavík missir 3.000 hektara

Hæstiréttur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkurborgar um að afrétti Seltjarnarneshrepps til forna, tæpum 8.000 hekturum, verði skipað innan staðarmarka borgarinnar. Samkvæmt dómi réttarins er þjóðlendan því innan staðarmarka Kópavogs.

Sjá næstu 50 fréttir