Fleiri fréttir

Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn

Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni.

Oddviti Dögunar: „Eigum alla möguleika að ná inn fólki“

Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag.

Lúðótt lamb sigraði fegurðarsýningu

Það er ekki á hverjum degi sem lúðótt lamb sést í hópi þar sem áhorfendur velja fegursta lambið. Þetta gerðist þó á fjárlitasýningu í Holta og Landsveit þar sem gimbrin Lokbrá sigraði fegurðarsýninguna með miklum yfirburðum, enda lúðótt.

Vaxtalækkun, peningar og hagstæðari leiga

Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir vilja auka framboð íbúða og auðvelda fyrstu kaup.

Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú

Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Aukið framboð húsnæðis er leiðarstefið í stefnumálum flokkanna í húsnæðismálum. Þeir vilja allir auðvelda fyrstu kaup. Nánar verður farið yfir málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.

Líf og fjör á kjötsúpudegi

Það var líf og fjör á Skólavörðustíg í dag þar sem kjötsúpudeginum var fagnað fimmtánda árið í röð.

Bjarni í miklum samskiptum við Glitni fram yfir hrun

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkurinn var í miklum samskiptum við lykilmenn hjá Glitni frá 2003 fram yfir hrun 2008 í gegnum netfang sitt hjá Alþingi sem og hjá BNT hf. þar sem hann var stjórnarformaður.

Facebook-hakkari herjar á Íslendinga

Íslendingar á Facebook hafa orðið fyrir barðinu á tölvuhakkara sem hefur náð aðgangsstjórn á reikningum. Sérfræðingur í upplýsingaöryggi mælir með því að fólk noti aldrei sama lykilorð inn á Facebook og inn á tölvupóstinn.

Svaf í fötunum með ólæsta hurð

Hátt í fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Suðurlandi á síðstliðnum sólarhring. Skjálftahrinan stendur enn yfir en talið er að mesti óróleikinn sé afstaðinn. Íbúar á svæðinu hafa fundið vel fyrir jarðhræringunum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórn Spánar ætlar að svipta Katalóníu sjálfstjórnarvaldi. Þing Katalóníu verður leyst upp og nýjar kosningar haldnar. Við fjöllum um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö og ræðum við sérfræðinga um afleiðingar þessarar ákvörðunar stjórnvalda í Madríd.

„Fjórflokkurinn er endanlega dauður“

Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum.

Rólegheitaveður í dag

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands verður hægt vaxandi austlæg átt á morgun.

Misnotuð af sundþjálfaranum

Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár.

Kynslóðin sem hefur kosið of oft

Kynslóðin sem fékk kosningarétt á árunum eftir hrun er þreytt á sirkusnum í stjórnmálunum. Málefnin eru á undanhaldi, það vantar mannamál í stjórnmálin, betri forgangsröðun og minna rugl. Blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við nokkra unga kjósendur um stjórnmálin og stjórnmálamenninguna.

Páll vonar að ný úttekt ýti við heilbrigðisyfirvöldum

"Ég er mjög ánægður með að fá enn eina úttektina og vona að hún skili meiru en allar hinar úttektirnar sem hafa verið gerðar og hafa ekki skilað neinu af hálfu Alþingis,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um stjórnsýsluendurskoðun sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að um heilbrigðisþjónustu fanga.

Sjá næstu 50 fréttir