Fleiri fréttir

Hvessir í kvöld

Íslendingar mega gera ráð fyrir næturfrosti víða.

Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið

Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni.

Eigendur Strætó vilja vera sýnilegri í Leifsstöð

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ítrekað gagnrýnt aðstöðu og skort á sýnileika almenningssamgangna í Leifsstöð. Isavia selur einkaaðilum aðstöðu við völlinn og telur sig gera Strætó góð skil í ljósi þess.

Skoða þarf lög um barnavernd

Núgildandi barnaverndarlög eru frá árinu 2002. Steinunn segir margt breytt. Velta þurfi fyrir sér málum á borð við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í barnaverndarstarfi.

Margir vilja ekki sjá blóð

Blóðið sem Sigríður Hjálmarsdóttir saknar svo í sláturgerðinni og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, fer í úrgang.

Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu

Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar.

Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni

Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat.

Sjö meðmæli Miðflokksins fölsuð

Málinu hefur verið vísað til lögreglu en að öðru leyti munu ekki hafa verið gerðar athugasemdir við undirskriftir meðmælenda Miðflokksins.

Myntutöflur innkallaðar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur, að höfðu samráði við Arkiteo ehf, innkallað myntutöflur þar sem varan var pökkuð við óheilnæmar aðstæður.

Björt svaraði spurningum lesenda

Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra og oddviti Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi, situr fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis.

Nauðsynlegt að breyta kosningalögum

Tillögur að breyttum kosningalögum hafa legið ósnertar í rúmt ár. Framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, skráning á meðmælalista og rafræn kjörskrá er meðal þess sem þyrfti að breyta að mati formanns landskjörstjórnar.

Skráningakerfi þurfi á Herjólf

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim ábendingum til Eimskips, rekstraraðila Herjólfs, að skráningakerfi um fjölda farþega verði tekið upp á skipinu.

Konsúllinn verður kyrr

„Ég hef látið kanna þetta mál innan ráðuneytisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um umdeildan ræðismann Íslands í Búlgaríu sem fjallað var um í Fréttablaðinu 10. og 11. október síðastliðinn.

Húsmæður vilja ekta vambir og meira blóð

Húsmóðir í Smáíbúðahverfinu er ósátt við gervivambir og vill meira blóð í sláturgerðina. Dregið hefur úr sláturgerð á íslenskum heimilum. Máltíðin kostar rúmar 100 krónur fyrir einn. Fréttablaðið kannaði verð og úrval í yfirstandandi sláturtíð.

Rjúpnaveiði með sama sniði og síðustu ár

Rjúpnaveiðitímabilið hefst daginn fyrir kjördag, þann 27. október. Tímabilið í ár er eins og á því síðasta, þar sem veitt er fjórar samfelldar helgar frá föstudegi til sunnudags.

Sjá næstu 50 fréttir