Fleiri fréttir

Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði segja Möndlumjólk villandi heiti á vörutegund. Neytendastofa tekur undir kvörtun SAM og beinir til verslana að laga hillumerkingar. Maður mjólkar ekki möndlur, segir framkvæmdastjóri SAM.

Kaupa land af Seðlabankanum

Seðlabankinn mun selja Hvera­gerðis­bæ svokallað Kambaland fyrir 200 milljónir króna. Þetta kemur fram á bloggsíðu Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra.

Þörf á kerfisbreytingu skýri töluleysi VG

Nauðsynlegt er að hverfa frá einhliða skattahækkunum, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Flokkurinn ætli ekki að negla niður prósentubreytingar í kosningabaráttu sinni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir tillögur flokksins hófstilltar.

Vafi leikur á kjörgengi fulltrúa Samfylkingar í borgarstjórn

Kristín Soffía Jónsdóttir hefur tekið sæti í borgarstjórn eftir dvöl erlendis í fæðingarorlofi. Samþykkt Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að borgarfulltrúi sem fer í leyfi fái samþykki borgarstjórnar áður en hann flytur lögheimili sitt.

Heilbrigðiskerfið ekki nógu samkeppnishæft

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í skort á hjúkrunarfræðingum í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi.

Fokheldi fagnað í Hlaðgerðarkoti

Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri.

Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga.

Smygl á fólki æ algengara

Yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum segir smygl á fólki hafa aukist. Eðlismunur er á smygli á fólki og mansali.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Nær sex hundruð hjúkrunarfræðinga vantar til starfa, að mati Ríkisendurskoðunar sem telur mikilvægt að hraða nýliðun til að bregðast við skorti sem haft geti óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.

Vildu sameiginlegt framboð með Sósíalistaflokknum

Alþýðufylkingin reyndi að efna til kosningabandalags með Sósíalistaflokknum og Dögun en án árangurs. Þetta sagði Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 19,9 prósent, samkvæmt nýrri könnnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina.

Pendúllinn: Útstrikaður Ásmundur og ígulker formanns

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum þriðjudegi fram að þingkosningnum 28. október.

ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt

Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt.

Blæs fram á kvöld

Landsmenn á sunnan- og vestanverðu landinu mega búast við hvassviðri fram eftir degi.

Hádegissteinn gerður óvirkur

Ofanflóðanefnd hefur samþykkt beiðni Ísafjarðarbæjar um aðstoð við að eyða hættu sem talin er stafa af svokölluðum Hádegissteini sem er fleiri tonn og stendur tæpt í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals og ógnar þar með byggð.

Sjanghæ á Akureyri á válista vegna vanskila

Fyrirtækið Life Iceland ehf., sem rekur veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri, er á válista Ríkisskattstjóra. Fyrirtæki á válista hafa ekki skilað virðisaukaskatti eða staðið skil á virðisaukaskattskýrslum. Ekkert stórmál segir lögma

Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð

Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði.

Stöðugleikinn í fylginu vekur mikla eftirtekt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með sama fylgið í heilan mánuð. VG með örugga forystu um nokkurra vikna skeið. Miðflokkurinn breytir myndinni á kostnað Framsóknarflokks og Flokks fólksins segir prófessor í stjórnmálafræði.

Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm

Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun.

Sjá næstu 50 fréttir