Fleiri fréttir

Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva

Ritstjóri Stjörnufræðivefsins var mættur til Bandaríkjanna til að fylgjast með almyrkva á sólu í gær. Hann skortir orð til að lýsa upplifuninni.

Toppstöðin verði að samfélagsmiðstöð í Elliðaárdal

Toppstöðin í Elliðaárdal mun ganga í endurnýjun lífdaga á næstu misserum verði áætlanir borgaryfirvalda að veruleika. Borgarráð samþykkti á dögunum að auglýst yrði eftir samstarfsaðilum um þróun og uppbyggingu hússins.

Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun

Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna.

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun halda leiðtogaprófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nú síðdegis.

Vilja sekta fyrir of mikinn meðalhraða

Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Höggin voru látin dynja á Birnu Brjánsdóttur þar sem hún lá í aftursæti Kia Rio bifreiðar í janúar síðastliðnum. Þetta sagði sérfræðilæknir í réttarmeinafræði við aðalmeðferð málsins í dag, en fjallað verður um það í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Slasaðist illa á hendi

Stúlka slasaðist illa á hendi í vinnuslysi á bóndabæ, skammt austan við Þjórsá, í morgun.

Viðreisn fékk milljónir frá Helga

Helgi Magnússon og félög honum tengd styrktu flokkinn um 2,4 milljónir á stofnári hans. Fjárfestirinn var stærsti einstaki bakhjarl flokksins. Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar styrkti Viðreisn.

Afmæli eiginkonunnar haldið í leikhúsinu

Fertugsafmæli eiginkonu leikhússtjóra Borgarleikhússins var haldið í forsal leikhússins um helgina. Starfsfólk leikhússins fær að leigja rýmið til einkasamkvæma þegar engin starfsemi er í leikhúsinu.

Spurnum sækjanda ósvarað

Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu.

Varnir við flugstöðina skoðaðar

Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið.

Meirihluti starfsfólks með magakveisu

Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni.

Thomasi sýndar myndir af líki Birnu

Þetta kom fram í skýrslu sem tekin var af Einari Guðberg Jónssyni lögreglumanni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Thomas Möller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, gjörbreytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. Fjallað verður ítarlega um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Sjá næstu 50 fréttir