Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Við hittum fjölskylduna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð.

Ekki útlit fyrir Kötlugos eins og staðan er í dag

Sigríður Magnea segir að ef stærri skjálftar aukast ásamt rafleiðni í ám, fyrir tilstilli aukins jarðhitavatns, þá sé líklegt að Katla sé að vakna af tæplega hundrað ára svefni, en eins og staðan er núna geti fólk andað rólega.

Varað við stormi á morgun

Veðurstofan varar við stormi á morgun austan Öræfa og á Austfjörðum en búist er við að vindhviður geti náð allt að 35 metrum á sekúndu.

Keppendur í WOW Cyclothon hjóluðu ofan í Hvalfjarðargöngin

Talsverðar umferðartafir urðu í Hvalfjarðargöngum í gærkvöldi þegar sex erlendir hjólreiðamenn í tveimur liðum í WOW Cyclothon keppninni hjóluðu ofan í göngin í trássi við bann þar sem þeir áttu að hjóla fyrir fjörðinn eins og aðrir.

Hljóðfæri metin á milljarða koma til landsins

Átta heimsþekktir strengjaleikarar koma til landsins vegna Reykjavik Midsummer Music tónlistarhátíðarinnar. Með í för eru einstök Stradivarius hljóðfæri sem sum eru metin á hundruð milljóna.

Kosti smáaura miðað við verðmætin í húfi

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, segir það ergilegt að fornminjar finnist eingöngu þegar framkvæmdir eigi sér stað. Hann skorar á Alþingi að finna þær 300 milljónir sem þarf til að kortleggja kuml og minjar, sem eru ómetanlegar.

Meirihlutamenn mæta illa á fundi og boða ekki varamenn í staðinn

"Þrátt fyrir slaka mætingu nefndarmanna meirihlutans á fundi heyrir nánast til undantekninga að varamenn þeirra séu boðaðir í staðinn,“ segja fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem gagnrýna " afar slaka mætingu“ fulltrúa meirihlutans á fundi í umhverfis- og skipulagsráði.

Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum

Sérfræðingur við lagadeild HR segir hugtakið markaðsmisnotkun skilgreint með of víðtækum hætti. Dómstólar á Norðurlöndunum hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum.

Þörf á langtímaáætlun í heilbrigðismálum

Íslenska heilbrigðiskerfið stendur traustum fótum, en nauðsynlegt er að efla samstarf og samtal milli stofnana í almennri heilbrigðisþjónustu og þeirra sem falla undir sértæka heilbrigðisþjónustu. Þetta segir sérfræðingur sem rannsakað hefur heilbrigðiskerfi sjötíu landa á undanförnum árum.

Sjúkdómur Stefáns Karls langt genginn

Fjórtán daga spítalavist Stefáns Karls er nú lokið en fyrr í mánuðinum voru fjarlægð þrjú meinvörp úr lifur. Í kjölfarið fékk Stefán Karl sýkingu sem lengdi spítalavistina um viku.

Sjá næstu 50 fréttir