Fleiri fréttir

Siglir á Jökulsárlóni með sömu réttindi

Réttindalaus skipstjóri hjólabáts sem varð ferðamanni að bana árið 2015 siglir áfram með ferðamenn um Jökulsárlón. Hann hefur ekki sótt sér önnur réttindi en þau sem hann hafði á slysdegi.

Vilja tryggja fé til framkvæmda

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skoraði í síðustu viku á þingmenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan bæjarmarkanna. Um sé að ræða brýnt öryggis- og hagsmunamál.

Útfarir á bílastæði og kirkjunni stefnt fyrir svik

Sóknarnefndin á Hvolsvelli hefur stefnt þjóðkirkjunni vegna meintra vanefnda á framlögum til byggingar nýrrar kirkju. Gamla kirkjan tekur innan við 100 manns í sæti. Í jarðarförum situr fólk í bílum og hlustar á athöfnina í útvarpinu.

Skimun á lungnakrabba gæti bjargað lífi fjölmargra

Hundrað og sjötíu Íslendingar greinast með lungnakrabbamein á hverju ári. Fimmtán læknar frá norðurlöndunum mæla með skimun á lungnakrabbameini en talið er að sjúkdómurinn fái ekki þá athygli sem hann ætti að fá þar sem hann er reykingatengdur.

Flugmenn þreyttir á ástandinu

Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna sagði í samtali við fréttastofu að flugmenn væru orðnir þreyttir á ástandinu hjá Icelandair.

Biðu í nítján tíma eftir strigaskóm

Alls fóru um það bil tvö hundruð unglingar í röð eftir Kanye West strigaskóm. Skórnir kláruðust einum og hálfum tíma eftir að búðin opnaði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mikil eyðilegging varð á húsum og vegum á Eskifirði og Seyðisfirði í nótt þegar úrhellisrigning á Austurlandi olli flóðum og aurskriðu á svæðinu.

Íbúi á Eskifirði finnur til léttis

Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið.

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.

Alvarlega slasaður eftir bílveltu við Bláfjallaafleggjara

Alvarlegt bílslys varð vestan megin við Bláfjallaafleggjarann á Suðurlandsvegi í morgun og var maður fluttur alvarlega slasaður á slysadeild. Kallað var til sjúkrabíls og lögreglu klukkan 09.23. Maðurinn var einn í bílnum en bílinn fór nokkrar veltur að sögn Þórðar Bogasonar, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu

Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi.

Hindra ekki fólk í að hægja sér

Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferðamenn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum.

Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt

Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær.

Sérstök áhersla BHM á starfsfólk Landspítala

Bandalag háskólamanna segir mikilvægt að taka á launasetningu innan þjóðarsjúkrahússins. Fulltrúar samtakanna funduðu með forsætisráðherra í vikunni um stöðu vinnumarkaðarins. Kjaraviðræður fara senn í hönd.

Læra hlutverkaleik og lenda í ævintýri

Fimmtán ungmenni á aldrinum 12 til 20 ára eru þessar vikurnar á Larp-námskeiði. Larp, eða kvikspuni, er ævintýraheimur þar sem hlutverkaspil verður að veruleika.

Sjá næstu 50 fréttir