Fleiri fréttir

Aukanemendur hræða ekki háskólana

Háskóli Íslands reiknar með því að fá 200 nemendur aukalega þegar tveir árgangar útskrifast saman vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Rektor HÍ og rektor HR telja báðir skólana vera vel búna undir fjölgunina.

Hella verði krúttlegri og laus við hrepparíg

Þátttakendur á Ungmennaþingi í Rangárþingi ytra vilja losna við ríg sem þeir segja vera milli Hellu og Hvolsvallar. Ungmennin segja áætlun Strætó asnalega. Þau vilja gera umhverfið öruggara og strangari reglur um kúkandi ferðamenn.

Sprengja fannst í strætóskýli

Rörasprengja fannst í strætóskýlí í Kópavogi í kvöld. Sprengjusveit kom á svæðið og lokaði götunni til að fjarlægja sprengjuna af vettvangi. Engan sakaði.

Nýja byggðin á Hafnartorgi að taka á sig endanlega mynd

Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu.

Hæsta fjárframlagið kemur frá Íslendingum

Landsnefnd UN Women á Íslandi lagði samtökunum á síðasta ári til hæsta fjárframlag allra landsnefnda, óháð höfðatölu, samkvæmt nýrri ársskýrslu UN Women – stofnunar Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis.

Hvorki saksótt né dæmt í mansalsmálum

Sprenging hefur orðið í vændi hér á landi á síðustu mánuðum að sögn lögreglu og Ísland er annars flokks þegar kemur að baráttunni gegn mansali í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu. Sextán mansalsmál voru rannsökuð hér á landi í fyrra en ekki hefur verið saksótt eða dæmt í slíkum málum síðastliðin sex ár.

Íslenska viðskiptaelítan býr í Garðabæ og á Seltjarnarnesi

Vísbendingar eru um að elítur séu til staðar í íslensku samfélagi og ennfremur að þær séu styrkjast og ójöfnuður að aukast. Þetta eru niðurstöður rannsóknar fjögurra íslenskra fræðimanna. Einsleitni í búsetu, mæld í póstnúmerum, er sterk en fulltrúar elítunnar búa einkum í Garðabæ og á Seltjarnarnesi.

Halldór Viðar Sanne ákærður fyrir fjársvik

Gefin hefur verið út ákæra á hendur Halldóri Viðar Sanne fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum.

Tveggja leitað á Vestfjörðum

Björgunarsveitir Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út til leitar á ellefta tímanum í kvöld vegna pars sem ekki hefur skilað sér úr göngu.

Keiluhöll Akureyrar lokað: „Bara búið hjá þessu fólki“

"Það versta við þetta, fyrir utan þessa afþreyingu sem er nánast síðasta afþreyingin í bænum, er að það var mikið íþróttastarf í kringum þetta. Það voru fimm lið að spila í Íslandsmóti og kannski það allra dapurlegasta er að það voru tveir sautján ára unglingar í landsliðinu í keilu þannig að ef ekki verður brugðist við fljótt þá er þetta bara búið hjá þessu fólki,“ segir Þorgeir Jónsson, fyrrum eigandi Keiluhallarinnar.

Sofnaði vímusvefni í ljósabekk og stefndi ríkinu

Stúlkan krafðist þess að henni yrðu greiddar miskabætur að upphæð 900 þúsund krónum, auk dráttarvaxta, þar sem hún taldi að lögreglumenn, sem mættu á svæðið, hafi séð hana nakta og neituðu að leyfa henni að klæða sig í friði.

Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur

Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit.

Sjá næstu 50 fréttir