Fleiri fréttir

Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg

Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu.

Rigningin hluti af deginum

Mikið var um að vera í miðborginni í dag þar sem haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga. Þeir allra hörðustu létu rigninguna ekki á sig fá og spókuðu sig um í bænum.

Sérsveitin ekki sjáanleg

Mikill viðbúnaður var við Austurvöll í morgun þegar forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína. Hann segir Íslendinga þurfa að varast að hér á landi skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk.

Götulokanir í Hafnarfirði töfðu fyrir slökkviliði

Slökkviliðið átti erfitt með að komast að fjölbýlishúsi við Strandgötu í Hafnarfirði þar sem minniháttar eldur kom upp í dag. Götulokanir vegna hátíðarhalds í tilefni þjóðhátíðardagsins torvelduðu slökkviliðsmönnum leiðina.

Sjálfstæði Íslands fagnað í vætunni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig við styttuna af Jóni Sigurðssyni í fyrsta skipti þegar þjóðhátíðardeginum var fagnað á Austurvelli fyrir hádegi. Fjallkonan að þessu sinni var Þóra Einarsdóttir, söngkona.

Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum

"Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun.

Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun.

Lögreglueftirför endaði með umferðaróhappi

Ökumaður bifreiðar sem reyndi að flýja lögreglu var handtekinn í Reykjavík í nótt. Áfengi og fíkniefni eru talin hafa verið í spilinu og var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

Veðrið og dagskráin á 17. júní

Vætusamt verður um nær allt land í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Best verður veðrið á Austurlandi þar sem á að vera bjart fram eftir degi. Mikið verður um dýrðir í höfuðborginni og víðar þar sem deginum verður fagnað.

Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði

Eva Ágústa Aradóttir verður fjallkona Hafnarfjarðarbæjar á þjóðhátíðardaginn. Óformleg athugun leiðir í ljós að Eva Ágústa er fyrsta transkonan sem gegnir hlutverki fjallkonu við opinber hátíðarhöld. Hún segir heiðurinn vera mikinn.

Sextíu milljóna króna styrkur vegna vatnsleka

Borgarráð samþykkti á fimmtudag tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að veita íþróttafélaginu Víkingi sextíu milljóna króna styrk til að gera við kjallara í húsnæði félagsins í Fossvogi eftir verulegt vatnstjón sem varð þar vor.

Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar

Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vopnaburður lögreglunnar var ræddur en ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að vopnaðir sérsveitarmenn séu í viðbragðsstöðu á fjöldasamkomum miðbæjarins í sumar.

Vitni í manndrápsmáli fengið vernd lögreglu

Arnar Jónsson Aspar var jarðsunginn í gær. Fjórum sakborningum af sex hefur verið sleppt úr haldi og eru þeir ekki grunaðir um beina aðkomu að láti Arnars. Ekki liggur fyrir lokaniðurstaða h

Ósanngjarnt að vísa Litháa burt

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann litháísks karlmanns. Endurkomubannið átti að gilda til tíu ára.

Alls enginn einhugur um vopnaburð

Líkt og greint hefur verið frá er ákvörðunin umdeild, en Íslendingar mega búast við að sjá vopnaða sérsveitarmenn á fjölmennum viðburðum áfram, þar með talið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice nú um helgina og á sjálfan 17. júní.

Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló

David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum.

Þroskaskertur maður að endingu dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Hæstiréttur dæmdi mann, sem metinn var þroskaskertur af geðlækni, í 18 mánaða fangelsi í dag. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu.

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller eftir mánuð

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller mun hefjast þann 18. júlí klukkan 9:15. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Sjá næstu 50 fréttir