Fleiri fréttir

Ágætis veður sunnan-og vestanlands

Það verður ágætis veður á sunnan-og vestanverðu landinu í dag ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum.

Hætta á að flugvellirnir teppist

Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast.

Lagður af stað í grunnbúðir K2

John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið.

Flottir hundar í Grímsnesinu

Hundurinn Snorri Sturluson í Grímsnes og Grafningshreppi vekur alltaf athygli þeirra sem sjá hann því hann er sirkushundur sem gerir allskonar kúnstir með eiganda sínum.

Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“

Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portú­gals af völdum mikilla skóarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði.

Mosfellingar gáfu langömmum rós þegar þær komu í mark

Mosfellingar höfðu þann háttinn á að gefa öllum langömmum rós þegar þær komu mark í Kvennahlaupinu. Um 10.000 konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í dag. Tekið var þátt á yfir 80 stöðum víðsvegar um landið og er þetta í tuttugasta og áttunda sinn sem kvennahlaupið fer fram. Í tilkynningu frá Íþrótta-og ólympíusambandi Íslands er tekið fram að konur séu konum bestar. Góð stemning var í vel sóttu Kvennahlaupi.

Forseti Íslands prufukeyrir nýtt öndunarmælingartæki

Hollvinasamtök Reykjalundar hafa safnað fyrir og gefið Reykjalundi, endurhæfingarstofnun, nýtt öndunarmælingartæki af fullkomnustu gerð. Gamla öndunarmælingartækið var orðið tuttugu ára gamalt og ónothæft. Undanfarin ár hafi læknar stofnunarinnar því orðið að senda sjúklinga sína á Landspítalann í öndunarmælingar þrátt fyrir að þar sé mikið álag fyrir.

Hótuðu farþegunum með lögreglu

Óléttri konu og konu með ungbarn var hótað lögreglu þegar þær báðu um að komast úr vél Vueling sem var snúið frá Keflavík og lent í Edinborg í nótt, að sögn farþega sem var um borð. Farþegarnir vita enn ekki hvernig og hvenær þeir komast heim til Íslands.

Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice

Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni "það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna.

Farþegar Vueling frá Barcelona skildir eftir í óvissu í Edinborg

Hópur íslenskra farþega spænska flugfélagsins Vueling var skilinn eftir í reiðileysi á flugvellinum í Edinborg eftir að hætt var við lendingu í Keflavík í gærkvöldi. Hluti fólksins hefur keypt sér miða með öðru félagi heim og hefur engar upplýsingar fengið frá spænska félaginu.

Rigningin hluti af deginum

Mikið var um að vera í miðborginni í dag þar sem haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga. Þeir allra hörðustu létu rigninguna ekki á sig fá og spókuðu sig um í bænum.

Sérsveitin ekki sjáanleg

Mikill viðbúnaður var við Austurvöll í morgun þegar forsætisráðherra flutti hátíðarræðu sína. Hann segir Íslendinga þurfa að varast að hér á landi skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk.

Götulokanir í Hafnarfirði töfðu fyrir slökkviliði

Slökkviliðið átti erfitt með að komast að fjölbýlishúsi við Strandgötu í Hafnarfirði þar sem minniháttar eldur kom upp í dag. Götulokanir vegna hátíðarhalds í tilefni þjóðhátíðardagsins torvelduðu slökkviliðsmönnum leiðina.

Sjálfstæði Íslands fagnað í vætunni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig við styttuna af Jóni Sigurðssyni í fyrsta skipti þegar þjóðhátíðardeginum var fagnað á Austurvelli fyrir hádegi. Fjallkonan að þessu sinni var Þóra Einarsdóttir, söngkona.

Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum

"Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun.

Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun.

Lögreglueftirför endaði með umferðaróhappi

Ökumaður bifreiðar sem reyndi að flýja lögreglu var handtekinn í Reykjavík í nótt. Áfengi og fíkniefni eru talin hafa verið í spilinu og var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglunnar.

Sjá næstu 50 fréttir