Fleiri fréttir

Taka vel í áskorun Trump um aukin framlög til NATO

Forsætisráðherra segist taka vel í áskorun Bandaríkjaforseta um lágmarksframlög bandalagsríkja til Atlantshafsbandalagsins. Hann segir þó að staða Íslands sé sérstök í þeim efnum sem herlaus þjóð.

Ofurkonan Vilborg fékk sér lambasteik og béarnaise

"Ég var að koma úr kvöldmat þar sem ég var að kveðja hópinn sem var með mér á fjallinu. Fékk mér þar lambasteik með béarn­aise,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stóð á toppi Everest á dögunum, fyrst íslenskra kvenna.

Stuðningur við tillögu um spítalastjórn

Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu.

Kjördæmapólitík ræður vegabótum

Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum.

Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi

Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott.

Hraustur lestarhestur fagnar hundrað ára afmæli

Sigurpáll les fimm bækur á viku án gleraugna, er nýhættur að keyra bíl og spilar bridds tvisvar í viku. Hann segist ekki vita uppskriftina að háum aldri og tekur afmælisdeginum með mikilli rósemi.

Smálánafyrirtæki þurfa ekki leyfi

Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemi smálánafyrirtækja leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Smálánafyrirtæki bjóða enn upp á rafbókalán þrátt fyrir aðfinnslur Neytendastofu.

Úlfarsfelli breytt í Everest

Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið.

Grímur úr landi

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Grímur vakti athygli þjóðarinnar þegar hann stýrði rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í vetur.

Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli

Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f

Selja fiskbúðina vegna skólamálanna

Hjónin Hákon Sæmundsson og Valgerður Kristjana Þorsteinsdóttir hyggjast selja fiskbúð sína, Fiskbúð Fjallabyggðar, og heimili á Ólafsfirði vegna skólamála í Fjallabyggð. Þau keyptu auglýsingu í blaðinu Tunnunni þar sem þetta var tilkynnt og þökkuðu bæjarstjórninni sérstaklega fyrir.

Illa staðsettur kapall á Húsavík olli lífshættu

Heppnin ein réð því að starfsmaður Garðvíkur gekk ómeiddur frá því að reka steypustyrktarjárn í gegnum rafmagnskapal RARIK. Kapallinn var á átta sentimetra dýpi. Lá þannig mun grynnra undir malbiki en reglugerðir segja til um.

Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk

"Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofn­un nýs fé­lags, Fram­fara­fé­lags­ins.

Færumst fjær félagslegu heilbrigðiskerfi

Að mati prófessors í heilsufélagsfræði hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst fjær hinu félagslega heilbrigðiskerfi þar sem aðgengi allra er tryggt óháð efnahag. Hann segir stefnumótun skorta og tekur undir með landlækni sem segir ákve

Þúsund hermenn á götum Bretlands

Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag

Hrollvekjur og dróni í grunnskólakeppni

Stuttmyndahátíð grunnskólabarna í Reykjavík fór fram í dag en yfir níutíu myndir bárust í fjórum flokkum. Bestu verkin voru verðlaunuð í Bíó Paradís í dag.

Ætla að lækna þráhyggju á fjórum dögum

Tveir norskir læknar hafa þróað nýja meðferð við þráhyggju og áráttu sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina.

Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.

Ekkert Síldarævintýri á Sigló í ár

Engin viðbrögð voru við auglýsingu bæjarstjórnar þar sem auglýst var eftir áhugasömum aðila til viðræðna við sveitarfélagið um framkvæmd Síldarævintýrisins 2017.

Sjá næstu 50 fréttir