Fleiri fréttir

Yfirgaf bátinn vegna eldsvoða

Eldur kom upp í báti sem staddur var 2,6 sjómílur utan við Vopnafjörð laust fyrir klukkan 20 í kvöld.

Flugmenn uppseldir á Íslandi

Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir.

Sér fram á tekjuleysi í rúmt ár

Tekjuleysi í rúmt ár blasir við nýbakaðri móður í Bolungarvík þar sem ekkert dagforeldri er í bænum. Fleiri eru í sömu stöðu en húsnæði sem ætlað er dagforeldrum hefur staðið autt í tvö ár.

Spil gegn staðalímyndum

Börn borgarinnar fá spil þar sem má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða.

Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá

Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við.

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna.

Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums.

Hundruð sóknarbarna farin úr Breiðholtssókn

Rekstur Breiðholtssóknar stendur ekki undir sér og á sóknarnefndin í viðræðum við Fella- og Hólasókn um sameiningu. Sóknarbörnum hefur fækkað um mörg hundruð á undanförnum árum og sóknargjöld eru skert.

Aldrei fleiri grunaðir um akstur undir áhrifum

Í apríl voru skráð 144 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og 105 brot þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur samkvæmt afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Ekkert um safnið í áætlunum

Náttúruminjasafns Íslands er ekki getið í fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Það er þvert á samþykktir Alþingis. Sextán félagasamtök skoruðu á menntamálaráðherra í gær að virða gefin loforð um uppbyggingu safnsins.

Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð

Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýframkvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjármögnun með veggjö

Stýrivextir ekki lægri í tvö ár

Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum.

Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi

Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. Lögfræðingur Rauða krossins segir mál drengsins hafa sérstöðu umfram önnur mál hælisleitenda hér á landi en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Sjá næstu 50 fréttir