Fleiri fréttir

Dagsektir lagðar á hrossaeiganda

Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á hrossaeigenda á Austurlandi vegna ástands girðingar þar sem hross hans eru haldin.

Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í.

Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt.

Varð fyrir tjóni í kjallara Hörpu

Hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem slasaðist á leið til vinnu í bílastæðakjallara Hörpu fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu eigenda Hörpu eða bílakjallarans.

Geta ekki opnað sundlaug

Aðeins hefur ein umsókn um sumarstarf borist en auglýst hefur verið eftir fólki í á fimmta mánuð.

Gjaldkeri Vinstri grænna hópfjármagnar fyrstu íbúðarkaupin

Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi, hefur brugðið á það ráð að hópfjármagna fyrstu íbúðarkaupin sín. Hún segir í samtali við Vísi að hún geri þetta bæði í gamni og alvöru; þetta sé vissulega meiri ádeila heldur en hitt og vill Una vekja athygli á því hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sér húsnæði á sama tíma og það er á leigumarkaðnum.

Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl

Óvenju miklar annir eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings. Tíu aðskilin smyglmál hafa komið upp á skömmum tíma. Rannsakað er hvort þau tengist innbyrðis.

Fatlaður fær kennslu eftir áralanga baráttu

Akureyrarbær viðurkennir mistök þegar stjórnendur neituðu fjölfötluðum dreng um kennslu í veikindum. Lagalegur réttur hans á sjúkrakennslu viðurkenndur, segir móðir drengsins.

Fá ekki 22 milljóna bætur eftir bruna

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur hafnað kröfu eigenda bifreiðaverkstæðis sem brann árið 2011 um bætur. Tjónið hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir.

Seldi eitur sem heilsubótarefni

Lögreglan lagði hald á gríðarlegt magn af efninu, auk sítrónusýru og lyfjaglasa sem notuð voru við framleiðsluna, í nóvember 2015.

Hækkuðu eigin laun um 66 prósent

Laun formanns stjórnar lífeyrissjóðsins, bæjarstjórans Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu á milli ára um 66 prósent, fóru úr 180 þúsund krónum í 300 þúsund.

Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði á fundi hjá flugvirktarráði að lítið þyrfti til að uppþot yrðu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Slíkt er ekki upplifun starfsmanna Isavia, segir upplýsingafulltrúi Isavia.

Sóknir hvattar til að sameinast

Búast má við meiri þunga í umræðu um sameiningu sókna. Kirkjuráð vill að sóknir sem hyggja á sameiningu eigi mögulega á styrk úr jöfnunarsjóði. Talsmaður sókna segir verulega vanta upp á framlög frá ríkinu.

Fráflæðisvandi á geðsviði LSH

Að jafnaði er tíunda hvert legurými geðdeilda Landspítalans upptekið af einstaklingum sem bíða eftir búsetuúrræði.

Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari

Vararíkissaksóknari segir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn íslenska ríkinu ekki koma á óvart. Mannréttindadómstóllinn hafi breytt dómaframkvæmd sinni. Dómurinn mun hafa mikil áhrif.

Vegleg kveðjuhóf starfsmanna haldin á kostnað borgarbúa

Reykjavíkurborg heldur veislu í Höfða í hvert sinn sem sviðsstjóri hjá borginni lætur af störfum. Veisla sem haldin var fyrir viku kostaði 400 þúsund krónur. Á gestalistanum voru meðal annars fyrrverandi stjórnmálamenn.

Sjá næstu 25 fréttir