Fleiri fréttir

Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami

Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur.

Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi

Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus, samkvæmt landlækni.

Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu ritstýrir Þjóðmálum

Nýr ritstjóri íhaldsritsins Þjóðmála er Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, sem var sakfelldur fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu fyrir þremur árum. Kjarninn greinir frá þessu.

Íbúðaverð nálgast góðærisástandið

Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007.

Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu

Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi

Ófærð á Vestfjörðum

Steingrímsfjarðarheiði og fleiri fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir en hálka og hálkublettir eru á vegum í öllum landshlutum.

Góður árangur blaðnámsaðgerða

Skammtímaárangur blaðnámsaðgerða við lungnakrabbameini á Íslandi er afar góður. Þetta kemur fram í grein sem Guðrún Nína Óskarsdóttir, sérnámslæknir í lungnalækningum og doktorsnemi, skrifar í tímaritið Acta Oncologica.

Lögin til skoðunar vegna áforma HB Granda

Lög um stjórn fiskveiða eru rædd innan stjórnkerfisins vegna áforma HB Granda um að flytja landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. Sjávarútvegsráðherra mun skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi – sem gæti tekið málið upp.

Kuldaboli bítur kinn á sumardaginn fyrsta

"Ég myndi alveg hafa húfu,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson veðurfræðingur um hvernig sumarið heilsar landsmönnum. Hann segir að lægð sé að koma upp að landinu með vestlægum áttum sem muni snúast í norðanátt.

Sjá næstu 25 fréttir