Fleiri fréttir

Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun

María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun.

Geta ekki verið án íþróttahúss

Ef Menntaskólinn að Laugarvatni fær ekki að nýta íþróttahús Háskóla Íslands og sundlaugina að Laugarvatni verður grafið mjög undan framtíð skólans og samfélagsins, segir í bókun sem skólanefnd ML samþykkti fyrir helgi.

Segja sameiningu soga þjónustu til Siglufjarðar

Íbúar Ólafsfjarðar eru margir ósáttir við hversu mikið af þjónustu sveitarfélagsins leitar til nágrannanna á Siglufirði. Það veiki Ólafsfjörð en Siglufjörður braggist á móti. Grunnskólinn er nýjasta hitamálið hjá íbúum Fjallabyggðar.

Vændis- og klámfrí hótel í Reykjavík

Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí.

Kúabændum fækkar og fækkar

Kúabændum hefur fækkað um tæplega tvö hundruð á síðustu þrettán árum en á sama tíma hafa kýrnar aldrei mjólkað eins mikið. Fjörutíu kúabændur hættu búskap á síðasta ári.

Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið

Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða.

Skoðað að meta snjóflóðahættu við höfuðborgarsvæðið

Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni.

Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi

Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag.

Þegar minnið hopar - viðtal við Ellý Katrínu

Það vakti mikla athygli þegar Ellý Katrín Guðmundsdóttir fyrrverandi borgarritari hélt erindið “Þegar minnið hopar” á fræðslufundi hjá Íslenskri erfðagreiningu á dögunum.

Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli

Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan.

Spá hlýnandi veðri

"Loksins sér fyrir endann á kuldanum,“ segir veðurfræðingur á vef Veðurstofunnar í dag

Einkaspæjari enn ókominn

Engar nýjar upplýsingar hafa borist lögreglu um hvarf Arturs Jarmoszko, 26 ára Pólverja, sem hvarf sporlaust í byrjun mars.

Mygla í Héraðsdómi Reykjavíkur

Stutt er síðan velferðarráðuneytið flutti vegna myglu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Notum 40 kíló af plasti á mann

Landvernd vekur athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi dagana 25. apríl til 7. maí með átakinu Hreinsum Ísland.

Strákarnir eru mun hamingjusamari

Samkvæmt PISA-rannsókn frá 2015 er 18 prósenta munur á lífshamingju stráka og stelpna á Íslandi. Lektor segir hugmyndir og skilaboð samfélagsins varðandi útlit og fleira farið að hafa áhrif á stúlkur á þessum aldri.

Gegn auknum strandveiðum

Sjómannasamband Íslands leggst gegn lengra strandveiðitímabili og auknum heimildum strandveiðibáta.

Óttast ekki að missa Granda á Akranes

Dagur B. Eggertsson, formaður Faxaflóahafna, sem ætla að byggja upp fyrir á annan milljarð fyrir HB Granda á Akranesi óttast ekki að störf fyrirtækisins flytjist frá Reykjavík upp á Skaga. Forstjóri HB Granda hefur sagt engar líkur á að

Fréttir Stöðvar 2 í beinni frá París

Í fréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um forsetakosningarnar í Frakklandi. Við verðum beinni útsendingu frá Lýðveldistorginu í París .

Vill endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda

"Þó svo að stærri fyrirtæki eins og HB Grandi eða Samherji geti vel ráðið við þessar álögur, þá kemur þetta niður á minni fyrirtækjum í byggðarlögum sem byggja meira og minna eingöngu á sjávarútvegi.“

Biggi hittir leiðtoga ahmadiyya-múslima

Jæja, ertu orðinn múslimi? spyr faðir minn með sushi-bita í munninum. Hann er staddur í fermingarveislu sonar míns og við höfum ekki hist síðan ég kom aftur heim frá London þar sem ég spjallaði við „hans heilagleika“.

Sjá næstu 50 fréttir