Fleiri fréttir

Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu

Stjórnendur Hörpu sæta gagnrýni fyrir stefnuleysi. Rekstrarvanda hússins er kennt um. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu og þykir ekki nóg hugað að fagurfræði.

Eitrun hamlar barnaferð

Fyrirhugaðri kræklingaferð Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna í Hvalfjörð á laugardag hefur verið aflýst þar sem þörungaeitrun hefur mælst í kræklingnum í firðinum að undanförnu.

Hvalir gefa meira en þeir taka

Mikilvægi hvala fyrir vistkerfi hafs og lands er vaxandi fræðasvið, en unnið er með vísbendingar um að sterkir stofnar hvala styðji við aðrar lífverur um allt vistkerfið.

Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa

Fé til upptöku nýrra lyfja er af svo skornum skammti að ný krabbameinslyf eru ekki tekin í notkun hér á landi. Krabbameinslæknir segir þolinmæði á þrotum. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja fjármagn til lyfjakaupa um miðjan febrúar.

Siglum inn í mikinn skort á geðlæknum

Mun færri læknar sækja sér nú sérfræðimenntun í geðlækningum en undan­farin ár. Geðlæknar eru margir hættir að taka við nýjum sjúklingum.

Starfsemi Kvikmyndaskólans bjargað fyrir horn

Dregist hafði að borga einhverjum kennurum við skólann laun og fyrirgreiðsla sem gert var ráð fyrir til að fjármagna skólastarfsins út árið hafði ekki verið afgreidd.

700 manns nýta sér heimsóknarvini Rauða krossins

Um 700 manns hér á landi nýta sér þjónustu Rauða kross Íslands í formi heimsóknarvina. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir þörf fyrir þjónustuna vera til staðar, meðal annars vegna félagslegrar einangrunar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um 700 manns nýta sér Heimsóknavini Rauða krossins á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 sláumst við í för með sjálfboðaliða og hittum vinkonur sem kynntust í gegnum úrræðið, fyrir einu og hálfu ári síðan.

Þórhildur og Edda ræða breytt landslag franskra stjórnmála

Meiriháttar breytingar á pólitísku landslagi Frakklands munu eiga sér stað á sunnudaginn sjöunda maí þegar franska þjóðin gengur til kosninga í seinni umferð forsetakosninganna þar. Frakkar velja á milli harðlínukonunnar Marine Le Pen og hins frjálslynda Emmanuel Marcon.

Starfsemi United Silicon stöðvuð

Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun.

Umsóknum um vernd fjölgar umtalsvert

Áttatíu og fimm einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í mars, til samanburðar sóttu 48 einstaklingar um vernd í sama mánuði á síðasta ári.

Seðlabankinn sakaður um fordæmalausa aðför

Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag sakar sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, stjórnendur Seðlabankans um "fordæmalausa aðför“ að Samherja.

Sex ára samskiptavandi hamlar heilsugæslunni

Vandi heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu er mikill. Stjórnendur talast lítið við, fjármagni er illa stýrt og hér eru færri heimilislæknar á hvern íbúa en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Thomas Møller metinn sakhæfur

Thomas Frederik Møller Olsen, þrítugur grænlendingur sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur neitar enn sök

Óskaði eftir vinkonu á Facebook

Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. 27 ára gömul kona segir erfitt að eignast vini á fullorðinsárum og ákvað að nota nýjar leiðir til að komast í kynni við fólk.

Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun

United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun.

Lögreglustjóri braut gegn lögreglumanni

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, braut gegn lögreglumanni með hegðun sinni. Þetta er niðurstaða vinnustaðasálfræðings sem innanríkisráðuneytið fékk til að fara yfir kvörtun lögreglumannsins undan hegðun Sigríðar.

Olsen í áframhaldandi gæsluvarðhald

Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Arna nýr formaður UN Women á Íslandi

Arna Grímsdóttur, framkvæmdastjóri lögfræðissviðs Reita hf. var kosin formaður UN Women á Íslandi á aðalfundi félagsins í dag. Hún tekur við formennsku af Guðrúnu Ögmundsdóttur, sem gegnt hefur formennsku undanfarin fjögur ár.

Sjá næstu 50 fréttir