Fleiri fréttir

Farþegunum boðin áfallahjálp

Farþegum í flugvél Primera Air sem rann út af brautarenda við lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag var boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands.

Stafræn íslenska fær átta milljóna setninga stuðning

Creditinfo afhenti í dag Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gögn til uppbyggingar stafrænnar íslensku. Um er að ræða tæplega 8 milljónir setninga frá talaðri og ritaðri íslensku sem verður undirstaðan í stafrænum textagrunni sem Árnastofnun er að setja á laggirnar til stuðnings við stafrænar tæknilausnir.

Stálu hátt í 30 pokum fullum af flöskum

Þjófar sem voru á ferðinni í Garði fyrr í vikunni stálu hátt í 30 pokum sem voru fullir af tómum gosflöskum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir fyrst hafi verið tilkynnt um þjófnað á átta eða níu svörtum ruslapokum sem höfðu að geyma tómar gosflöskur.

Ekkert eyðslufyllerí fram undan

Þrátt fyrir að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar sé jákvæð um 26,5 milljarða króna er ekki útlit fyrir að hægt verði að stórauka fé til rekstrarins. Borgarfulltrúar kalla niðurstöðuna bókhaldshagnað. Útlit fyrir áframhaldandi

Fimm ára börn verða innrituð

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að skoða til hlítar leiðir til að innrita fleiri börn á leikskóla og koma þannig til móts við barnafjölskyldur.

Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu

Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála.

Arkitekt segir skoðanir sínar virtar að vettugi

Akitekt sem stóð að hönnun Hörpunnar segir að verslun í húsinu þurfi að falla vel að útliti hússins. Hann segir eigendur Upplifunar ekki hafa hlustað á sjónarmið sín. Nýráðinn forstjóri Hörpu segir mikilvægt að gæta fagmennsku.

Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi

Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD.

Telur að bensínstöðvum muni fækka verulega á næstu árum

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að kaup Haga á olíufyrirtækinu Olís muni leiða til aukinnar samkeppni á eldsneytismarkaði og að bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu muni fækka verulega á næstu misserum. Hlutabréf í Högum hækkuðu um nærri sex prósent á mörkuðum í dag.

Úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni vegna ofbeldis sem hann er grunaður um að hafa beitt konu á heimili sínu í mars síðastliðnum.

Færð gæti spillst eftir hádegi

Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að suðvestan-og vestanlands mun kólna skart næstu klukkustundirnar og gæti ferð því spillst á heiðum.

Sjá næstu 50 fréttir