Fleiri fréttir

Öll spjót standa að heilbrigðisráðherra sem mætir í Víglínuna

Það standa öll spjót að Óttarri Proppé heilbrigðisráðherra þessa dagana vegna framlaga til Landsspítalans, einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu, frumvarps um rafsígarettur og svo tekur nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni gildi hinn 1. maí.

Forleikurinn að hernámi Íslands

Hópar manna fara ránshendi um heimshöfin og gera sér skipsflök að féþúfu. Vera rannsóknarskipsins Seabed Constructor á íslensku hafsvæði og tilraun áhafnarinnar til að hirða verðmæti úr þýska skipinu Minden tengist stórviðburðum í sögu Íslands.

Varað við algengri hóstamixtúru

Ástæðan er sú að mixtúran inniheldur umtalsvert magn af kódeini, sem getur haft margar aukaverkanir. Mikil aukning hefur orðið á notkun mixtúrunnar.

Ört hlýnandi veður eftir helgi

Veður fer ört hlýnandi eftir helgina og munu tveggja stafa hitatölur láta víða á sér kræla, að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Veggjatítlur fljúga en eru vandlátar

"Veggjatítlur geta flogið. Á heitasta tíma sumars fljúga þær út úr húsum og geta flogið inn í næsta hús þess vegna. Þær þurfa þá sólarhita til þess. Þær væru ekki að fljúga núna til dæmis,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Var tilbúinn að kljást við höggið

"Maður kallar ekki allt ömmu sína en ég var bara virkilega hræddur,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari sem var farþegi í vél Prim­era Air sem rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli í gær.

Vilja banna fjallajeppa í miðbænum

Tillaga stýrihóps um akstur hópbifreiða með ferðamenn í miðborginni gengur lengra en áður. Breyttum fjallajeppum er gefið rauða spjaldið. Bannið tekur ekki til þeirra sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína. FETAR segja sinnuleysi borga

Yfir fimmtíu samningar gerðir með keðjuábyrgð

Landsvirkjun gerði árið 2016 á sjötta tug samninga með svokallaðri keðju­ábyrgð. Byggir á reglum sem fyrirtækið setti sér. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa gert hið sama. Lagafrumvarp um efnið bíður þinglegrar meðferðar.

Farþegunum boðin áfallahjálp

Farþegum í flugvél Primera Air sem rann út af brautarenda við lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag var boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands.

Stafræn íslenska fær átta milljóna setninga stuðning

Creditinfo afhenti í dag Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gögn til uppbyggingar stafrænnar íslensku. Um er að ræða tæplega 8 milljónir setninga frá talaðri og ritaðri íslensku sem verður undirstaðan í stafrænum textagrunni sem Árnastofnun er að setja á laggirnar til stuðnings við stafrænar tæknilausnir.

Stálu hátt í 30 pokum fullum af flöskum

Þjófar sem voru á ferðinni í Garði fyrr í vikunni stálu hátt í 30 pokum sem voru fullir af tómum gosflöskum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir fyrst hafi verið tilkynnt um þjófnað á átta eða níu svörtum ruslapokum sem höfðu að geyma tómar gosflöskur.

Ekkert eyðslufyllerí fram undan

Þrátt fyrir að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar sé jákvæð um 26,5 milljarða króna er ekki útlit fyrir að hægt verði að stórauka fé til rekstrarins. Borgarfulltrúar kalla niðurstöðuna bókhaldshagnað. Útlit fyrir áframhaldandi

Fimm ára börn verða innrituð

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að skoða til hlítar leiðir til að innrita fleiri börn á leikskóla og koma þannig til móts við barnafjölskyldur.

Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu

Akureyrarbær neitar Kristjáni Logi Kárason, ellefu ára fjölfötluðum dreng, um kennslu á heimili sínu eins og foreldrar hans telja hann eiga rétt á. Foreldrarnir hafa kært málið til ráðuneytis menntamála.

Arkitekt segir skoðanir sínar virtar að vettugi

Akitekt sem stóð að hönnun Hörpunnar segir að verslun í húsinu þurfi að falla vel að útliti hússins. Hann segir eigendur Upplifunar ekki hafa hlustað á sjónarmið sín. Nýráðinn forstjóri Hörpu segir mikilvægt að gæta fagmennsku.

Sjá næstu 50 fréttir