Fleiri fréttir

Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina

May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun.

Gefur ekki mikið fyrir málsvörn Sigmundar

Guðmundur Andri segir að þvert á móti sé staðreyndin sú að um mun meiri dómhörku sé að ræða þegar mál koma upp sem tengjast vinstri sinnuðum stjórnmálamönnum.

Colin Kroll stofnandi Vine látinn

Kroll, sem var 35 ára, var einn af stofnendum Vine sem er vefur sem heldur utan um örmyndbönd sem eru einungis 7 sekúndur að lengd. Hann var þá einnig forstjóri HQ Trivia sem er vinsælt smáforrit.

Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR

Formaður VR segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi.

Ekkert smakk og ekkert vesen

Til að losna við milliði hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna.

Hatrammar nágrannaerjur vegna skötulyktar

Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar.

Vilja auglýsingaskyldu um sendiherrastöður

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.

Spyr hvort vinstrimenn hefðu fengið aðra meðferð í Klaustursmálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem því er velt upp hvort afleiðingar Klaustursmálsins hefðu orðið aðrar ef þingmennirnir sex sem náðust á upptöku hefðu tilheyrt þingflokki Samfylkingar og Vinstri grænna.

Pútín vill koma böndum á rapp

Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að ríkisstjórnin þar í landi komi böndum á rapp tónlist í kjölfar þess að tónleikum hefur verið aflýst víða um landið.

Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára

Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið.

Friðjón Einarsson: „Ég held að kosning fari fram“

Friðjón Einarsson forseti bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu

Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt

Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi.

Rímnaljóð og myndlist á Suðurlandi

Rímnaljóð og myndlist fer vel saman hjá félögum í Myndlistarfélagi Árnessýslu sem nota tímann vel fyrir jól til að mála og fara með skemmtilegar rímur.

Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“

Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum.

Bjóða í mat á aðfangadag: „Ekki vera ein/n um jólin“

Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir eru búin að leigja húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag.

„Ég er afgönsk í hjartanu mínu og ég er líka íslensk“

Zahra Mesbah Sayed Ali, 26 ára afgönsk kona sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í gær, segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi.

Harmar að vera bendluð við „kannabis-kapítalisma“

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir mikilvægi þingsályktunartillögu um notkun og ræktun kannibis í lækningaskyni vera ótvíræða, þrátt fyrir fjölda neikvæðra umsagna. Hún segir margar umsagnanna ekki vera á faglegum forsendum og harmar að vera bendluð við "kannabis-kapítalisma.“

Jólaverslunin lítur vel út

Jólaverslun fer vel af stað að sögn kaupmanna í Kringlunni en aðsóknin hefur aukist lítillega frá því í desember í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir þurfa fleiri stæði við verslunarmiðstöðina á þessum tíma. Þá hefur netverslun hefur aukist mikið milli ára samkvæmt upplýsingum frá Póstinum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Þeir segja að nota megi gulu vestin í átökum vetrarins. Þetta og fleira verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30 í kvöld.

Trump tilkynnir um fráhvarf innanríkisráðherra

Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun láta af störfum í lok þessa árs. Þetta tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag og bætti við að arftaki Zinke verði tilkynntur í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir