Fleiri fréttir

Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf.

Skotárás á veitingastað í Kaliforníu

Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni.

Söfnuðu rúmlega ellefu þúsund lítrum af næringarmjólk

Rúmlega ellefu þúsund lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna söfnuðust í átaki Landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fyrirtækisins Te & kaffi sem lauk um nýliðin mánaðamót.

Boða lækkun fasteignaskatta

Fasteignaskattar verða lækkaðir í Hafnarfirði á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins.

Skorpulifur verður æ algengari hér á landi

Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur.

Sjór blandast við sement

Sær hefur blandast hluta þess sements sem var um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarð Helguvíkurhafnar á föstudag.

70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050

Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar.

Margir sendifulltrúar Rauða krossins við störf á vettvangi

Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu. Sendifulltrúastarf félagsins hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi.

Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri

Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær.

Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku

Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega.

Sviptingar í ríkisstjórakosningum

Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana.

Sjá næstu 50 fréttir