Fleiri fréttir

Erkibiskupinn vill þverpólitískt samstarf í Brexit-málinu

Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, kallar eftir þverpólitískri nefnd til að leiða þjóðina úr Evrópusambandinu. Hann vonast til þess að þverpólitískt samstarf muni "taka mesta eitrið úr umræðunni,“ segir erkibiskupinn í umfjöllun sinni um þær pólitísku skotgrafir sem hafa einkennt umræðuna um Brexit.

Gladdist yfir árásinni á Scalise

Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube.

Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni

„Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.

Glæpagengi í Árósum ógna öryggi almennings

Ástandið í borginni er fremur slæmt að sögn lögreglu og talið er að nánast daglega séu gerðar morðtilraunir. Þetta veldur almennum borgurum miklum óþægindum enda um mikið áreiti að ræða.

Trump sakar Obama um aðgerðarleysi

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Barack Obama hafi frétt af afskiptum Rússa löngu fyrir forsetakosningarnar sjálfar og "ekkert gert“.

Biðu í nítján tíma eftir strigaskóm

Alls fóru um það bil tvö hundruð unglingar í röð eftir Kanye West strigaskóm. Skórnir kláruðust einum og hálfum tíma eftir að búðin opnaði.

Tölvuárás gerð á breska þingið

Tilraunir hafa verið gerðar til að komast inn í tölvukerfi þingsins og hafa þingmenn í kjölfarið átt í erfiðleikum með að komast inn á tölvupóstinn sinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mikil eyðilegging varð á húsum og vegum á Eskifirði og Seyðisfirði í nótt þegar úrhellisrigning á Austurlandi olli flóðum og aurskriðu á svæðinu.

Íbúi á Eskifirði finnur til léttis

Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið.

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu.

Alvarlega slasaður eftir bílveltu við Bláfjallaafleggjara

Alvarlegt bílslys varð vestan megin við Bláfjallaafleggjarann á Suðurlandsvegi í morgun og var maður fluttur alvarlega slasaður á slysadeild. Kallað var til sjúkrabíls og lögreglu klukkan 09.23. Maðurinn var einn í bílnum en bílinn fór nokkrar veltur að sögn Þórðar Bogasonar, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps.

Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu

Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi.

Hindra ekki fólk í að hægja sér

Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferðamenn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum.

Sextíu milljónum úthlutað afturvirkt

Kjararáð ákvarðaði um miðjan mánuðinn kjör átta embættismanna auk sendiherra. Laun allra hækka nokkuð og í öllum tilvikum afturvirkt. Úrskurðirnir voru birtir í gær.

Katörum sett ströng skilyrði

Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Leiðtogi stjórnarandstöðu fær ekki að bjóða sig fram

Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gær meinað að bjóða sig fram til forseta en forsetakosningar fara fram þar í landi á næsta ári. Miðstjórn kosninga í Rússlandi kvað upp úrskurð sinn þess efnis í gær og byggist hann á því að Navalny var dæmdur sekur fyrir fjárdrátt. Hann er nú á skilorði.

Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta

Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru.

Sjá næstu 50 fréttir