Enski boltinn

Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David de Gea er enginn vítabani.
David de Gea er enginn vítabani. vísir/getty
David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016.

Engin breyting varð á því í leik United gegn Arsenal í gær sem var fyrsta tap United í deildinni undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Vítið í gær var sextánda vítið í röð sem lekur inn hjá Spánverjanum.

„Það er eins og það vanti svolitla trú í hann í þessum vítum. Ég hafði aldrei áhyggjur af öðru en að hann myndi skora úr vítinu,“ sagði Reynir Leósson.

De Gea hefur auðvitað verið stórkostlegur í marki United og Messan velti því upp hvort hann væri yfir gagnrýni hafinn enda fáir að skamma hann fyrir lélega frammistöðu í vítaspyrnum.

„Hann er ekki yfir gagnrýni hafinn. Hann hefur ekki átt eins frábært tímabil núna og í fyrra þó svo hann hafi verið góður. Flestir hafa stigið upp síðan Solskjær kom inn en ekki hann. Engu að síður frábær markvörður,“ bætti Reynir við.

Umræðuna um United má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan um De Gea

Tengdar fréttir

Fyrsta deildartap Solskjær kom gegn Arsenal

Ole Gunnar Solskjær tapaði í dag sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni er Manchester United tapaði 2-0 fyrir Arsenal á útivelli. Við það missti United fjórða sætið til Arsenal.

Messan: Það er komin pressa á Liverpool

Sérfræðingar Messunnar gáfu varnarleik Burnley ekki háa einkunn gegn Liverpool en hrósuðu Rauða hernum samt fyrir sína frammistöðu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×