Viðskipti erlent

Verðhækkanir hjá Tesla

Kjartan Kjartansson skrifar
Helmingi færri Teslaumboðum verður lokað en upphaflega var lagt upp með. Á móti verður verð hækkað.
Helmingi færri Teslaumboðum verður lokað en upphaflega var lagt upp með. Á móti verður verð hækkað. Vísir/EPA
Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að hækka verð um 3% að meðaltali en halda einhverjum verslunum sínum opnum áfram. Fyrirtækið hafði áður tilkynnt um áform um að öllum verslunum yrði lokað og sala á bílum færðist alfarið yfir á netið.

Verðhækkunin á ekki að ná til nýju Model 3-útgáfu Tesla. Fyrirtækið ætlaði að loka umboðum til þess að geta lækkað verðið á þeirri tegund, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri verslunum verður lokað en upphaflega var lagt upp með.

Verðið á Model 3 á að lækka en í staðinn ætlar Tesla að hækka verð á dýrari útgáfu bílsins en einnig á Model S og X. Verðhækkunin tekur gildi 18. mars.

Tesla hefur leitast við að draga úr kostnaði á undanförnum misserum en Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, segir að bílar þess séu enn of dýrir fyrir venjulegt fólk. Í janúar tilkynnti Tesla að um 3.000 af um 45.000 starfsmönnum yrði sagt upp.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×