Viðskipti innlent

Kvika býður tvöfalt hærri vexti á innlán

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Þjónusta Auðar fer eingöngu fram á netinu. Það tekur nokkrar mínútur að stofna reikning og það eina sem þarf til eru rafræn skilríki. Vextir eru greiddir mánaðarlega og er sparnaðarreikningurinn óbundinn og því alltaf laus til úttektar.
Þjónusta Auðar fer eingöngu fram á netinu. Það tekur nokkrar mínútur að stofna reikning og það eina sem þarf til eru rafræn skilríki. Vextir eru greiddir mánaðarlega og er sparnaðarreikningurinn óbundinn og því alltaf laus til úttektar. Fréttablaðið/GVA
Neytendur Auður, ný fjármálaþjónusta Kviku banka, býður sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum.

Um er að ræða umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóða.

„Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Þetta er vísbending um hvert bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur leitt til þess að viðskiptavinir njóti betri kjara,“ segir Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar.

Vöruframboð Auðar miðast því við að viðskiptavinir afgreiði sig sjálfir, en á móti fái þeir umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóða sem eru 0,3 til 2,15 prósent.

„Við höfum horft til erlendra banka sem bjóða upp á svipaða þjónustu með góðum árangri,“ segir Ólöf.

Þjónusta Auðar fer eingöngu fram á netinu. Það tekur nokkrar mínútur að stofna reikning og það eina sem þarf til eru rafræn skilríki. Vextir eru greiddir mánaðarlega og er sparnaðarreikningurinn óbundinn og því alltaf laus til úttektar. Lágmarksupphæð reikninga er 250.000 kr. en heimilt er að hafa reikning undir lágmarksupphæð í 180 daga.

„Við myndum gjarnan vilja hafa enga lágmarksupphæð en vandamálið er að það leggst fastur kostnaður á alla reikninga þannig að reikningar með lágum upphæðum verða hlutfallslega dýrari,“ útskýrir Ólöf.

„Ef viðtökurnar verða góðar munum við klárlega skoða það að útvíkka þjónustuna til að ná til fleiri viðskiptavina,“ segir Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×