Íslenski boltinn

Gary skoraði fjögur í sex marka sigri á Aftureldingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary er hann skrifaði undir samninginn við Val.
Gary er hann skrifaði undir samninginn við Val. vísir/esá
Íslandsmeistarar Vals gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk gegn B-deildarliði Aftureldingu á gervigrasinu að Hlíðarenda í kvöld.

Fyrsta markið kom á 22. mínútu er Gary Martin skoraði og sautján mínútum síðar var það vængmaðurinn Sigurður Egill Lárusson sem kom boltanum í netið.

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði þriðja markið á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og þremur mínútum síðar var röðin aftur komin að Gary.

Hann skoraði svo þriðja mark sitt á 57. mínútu og sjö mínútum síðar fullkomnaði hann fernuna. Lokatölur 6-0.

Valur er í öðru sæti riðilsins með tíu sig eftir fimm leiki en Afturelding er í fjórða sætinu með sjö stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×