Fótbolti

Svona er símtalið er þú ert valinn í danska landsliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hareide er stjórinn í Danmörku.
Hareide er stjórinn í Danmörku. vísir/getty
Twitter-síða danska landsliðsins í knattspyrnu karla birti skemmtilegt myndband á síðu sinni í gærkvöldi er það sýndi er Åge Hareidi valdi einn leikmann í landsliðshópinn.

Myndbandið sýnir er Norðmaðurinn Åge, sem hefur verið þjálfari danska landsliðsins frá mars 2016, hringdi í Robert Skov, leikmann FCK, og valdi hann í landsliðshópinn.

Pione Sisto, leikmaður Celta Vigo, og Jannik Vestergaard, leikmaður Southampton, gáfu ekki kost á sér vegna meiðsla og var því vængmaður toppliðsins kallaður inn í landsliðið.





Danmörk spilar vináttulandsleik gegn Kósóvó 21. mars og fimm dögum síðar spilar liðið fyrsta leikinn sinn í undankeppni EM er liðið spilar við Sviss í Basel.

Skov hefur farið á kostum í dönsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðinni. Hann hefur skorað 22 mörk á leiktíðinni en hann spilar vanalega sem vængmaður. Stórlið víðsvegar um Evrópu hafa fylgst með honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×