Innlent

Opnum fundi með Má frestað vegna stöðunnar í stjórn­málum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm
Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, vegna Samherjamálsins hefur verið frestað að beiðni nokkurra nefndarmanna vegna stöðunnar sem uppi er í stjórnmálum.

Fundurinn átti að hefjast klukkan 14 í dag en eins og kunnugt er mun nýr dómsmálaráðherra taka við embætti á ríkisráðsfundi klukkan 16 eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem ráðherra í gær vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.

Ekki kemur fram á vef Alþingis hvenær boðað verður til nýs fundar með seðlabankastjóra.


Tengdar fréttir

Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku

Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt.

Már á opnum fundi í dag

Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kl. 14 í dag. Ráðgert er að fundurinn verði opinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×