Enski boltinn

Sjáðu stuðningsmenn Liverpool syngja um Virgil van Dijk í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. Getty/Boris Streubel
Það er óhætt að segja að Virgil van Dijk sé elskaður af stuðningsmönnum Liverpool og hollenski miðvörðurinn er fyrir löngu orðinn goðsögn hjá félaginu þrátt fyrir að hafa verið aðeins leikmaður félagsins í tæpa fimmtán mánuði.

Virgil van Dijk átti enn einn stórleikinn í vörn Liverpool í sigrinum á Bayern München í Meistaradeildinni í gær og átti auk þess þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins.

Virgil van Dijk átti stoðsendingu á Sadio Mané í fyrri hálfleiknum og kom síðan Liverpool í 2-1 með gríðarlega mikilvægu marki í seinni hálfleik.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Stephen Warnock, fyrrum leikmanni Liverpool, þar sem stuðningsmenn syngja um Virgil van Dijk. Stemningin er ólýsanleg.







Stuðningsmenn Liverpool sungu þarna eftirfarinn texta um Virgil van Dijk en við sáum reyndar bara fyrra erindið. Erindin eru eftirfarandi.

„He’s our centre-half, he’s our number four, watch him defend and we watch him score.“

„He can pass the ball, calm as you like, he’s Virgil van Dijk, he’s Virgil van Dijk!“

Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk í janúar 2018 og þótti það vera mjög mikill peningur þá.

Miðað við frammistöðu Virgil van Dijk og áhrif á hans á Liverpool liðið þá sér enginn hjá félaginu eftir þeim peningum í dag og sumir halda því eflaust fram að Liverpool hafi fengið hann á frábæru verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×