Enski boltinn

Stelpurnar okkar á leiðinni til Suður-Kóreu í apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen og félagar í íslenska landsliðinu fara til Asíu í næsta mánuði.
Elín Metta Jensen og félagar í íslenska landsliðinu fara til Asíu í næsta mánuði. Vísir/Getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig fyrir komandi undankeppni EM 2020 með því fara í æfingaferð til Suður-Kóreu.

Ísland leikur tvo vináttuleiki gegn Suður-Kóreu ytra í apríl, en leikirnir fara báðir fram í nágrenni höfuðborgar landsins, Seoul. Leikirnir fara fram 6. og 9. apríl, en leikstaðir og leiktímar hafa ekki verið staðfestir en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenska landsliðið hefur þegar spilað fóra leiki undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar og vann bæði Skotland og Portúgal en gerði jafntefli við Kanada og tapaði seinni leik sínum við Skota. Þrír síðustu leikirnir voru í Algarve-bikarnum.





Íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni áður mætt Suður-Kóreu, en það var árið 2014 í undanúrslitum á Ólympíuleikum æskunnar. Liðin gerðu þar 1-1 jafntefli, en Suður-Kóreumenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni og mættu Perú í úrslitaleik.  Ísland lék gegn Grænhöfðaeyjum um 3. sætið í mótinu og vann 4-0 sigur.

Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2020 í Englandi er á móti Ungverjalandi í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×