Fótbolti

„Þetta verður stríð fram á síðustu mínútu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik á móti Andorra í síðustu undankeppni.
Cristiano Ronaldo í leik á móti Andorra í síðustu undankeppni. Getty/David Ramos
Fyrsti mótherji Íslands í undankeppni EM 2020 verður lið Andorra en liðið er sýnd veiði en ekki gefin að mati aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins.

Freyr fór yfir þennan hættulega fyrsta leik á móti liði sem allir búast við að íslenska liðið vinni örugglega.

Við höfum náð góðum úrslitum gegn Andorra en Freyr segir að þetta séu alltaf erfiðir leikir, bæði leikurinn sjálfur og undirbúningurinn fyrir hann. Það er auðvelt að vanmeta andstæðing eins og Andorra.

Freyr nefnir svo staðreyndir til stuðnings um að það beri að bera virðingu fyrir Andorra:

Andorra hefur náð jafnteflum í síðustu þremur heimaleikjum sínum. Tapað bara einum af síðustu sex. Sá leikur var gegn Portúgal sem skoraði tvö á síðustu 20 mínútu leiksins. Andorra vann líka Ungverjaland á heimavelli, 1-0.

„Þetta verður ekki göngutúr í garðinum. Þetta verður stríð fram á síðustu mínútu,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag.

„Þetta verður ekki fallegur fótboltaleikur. Andorra spilar upp á það að ná úrslitum með sínum stíl. Andorra hægir mjög mikið á leiknum. Mörg stopp, brjóta mikið af sér. Að meðaltali 37 aukaspyrnur í leik. Ísland er með 19 aukaspyrnur að meðaltali í leik. Gera í því að pirra andstæðinga sína og komast í hausinn á þeim,“ segir Freyr.

„Andorra spilaði gegn Lettlandi og það voru dæmdar 62 aukaspyrnur. Það fóru 25 mínútur að taka þessar aukaspyrnur,“ segir Freyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×