Innlent

Bein útsending: Ríkisráð fundar á Bessastöðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir verður í beinni frá því þegar ráðherra mæta til Bessastaða.
Vísir verður í beinni frá því þegar ráðherra mæta til Bessastaða.
Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fjórða tímanum í dag að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, muni taka við dómsmálaráðuneytinu tímabundið. Mun hún sinna öllum ráðuneytunum samhliða.

Mun Vísir verða í beinni útsendingu fyrir fundinn á Bessastöðum. 

Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og beið Sjálfstæðisflokknum það verkefni að finna eftirmann hennar í stöðuna. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fundaði með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í alþingishúsinu klukka 14:30 í þinghúsinu í dag þar sem hann kynnti tillögu sína að ráðherraskipan fyrir þingflokknum. 

Uppfært 16:40: Útsendingunni er nú lokið, en viðtal við Þórdísi Kolbrúnu má finna hér, Katrínu Jakobsdóttur hér, og viðtal við Sigríði Andersen hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×