Fótbolti

7-0 sigur City kostaði hann starfið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tedesco á hliðarlínunni á þriðjudagskvöldið.
Tedesco á hliðarlínunni á þriðjudagskvöldið. vísir/getty
Schalke hefur rekið Domenico Tedesco úr stjórastól liðsins en liðið tilkynnti þetta í gær, tveimur dögum eftir að liðið hafði fengið skell gegn Manchester City.

Schalke tapaði 7-0 fyrir City í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en viðureignin endaði samtals 10-2. Niðurlægin fyrir þa þýsku.

Tapið gegn City var fimmta tap liðsins í röð og hefur liðið ekki unnið deildarleik síðan 20. janúar. Þeir eru komnir niður í fjórtánda sæti efstu deildarinnar í Þýskalandi.







„Ég hef ekki hugsað um það í eina sekúndu,“ sagði Tedesco eftir tapið er hann var aðspurður um hvort hann hefði hugsað af sér. Adam var ekki lengi í paradís og nú er hann atvinnulaus.

Hullk Steven og Mike Buskens, aðstoðarþjálfarar liðsins, stýra Schalke um helgina er orkudrykkja-liðið RB Leipzig kemur í heimsókn.


Tengdar fréttir

City niðurlægði Schalke

Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi en þeir slógu upp veislu á Etihad í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×