Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 25-32 | Öruggt hjá Val á Ásvöllum

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
vísir/bára
Valur vann öruggan 7 marka sigur á Haukum, 25-32 á Ásvöllum í dag. Haukakonur sáu aldrei til sólar í leiknum og leiddu nýkrýndu bikarmeistararnir með fimm mörkum í hálfleik 10-15. 

Valur byrjaði að krafti og náði strax 6 marka forystu, 0-6. Elías Már Harðarson tók leikhlé strax í stöðunni 0-4 en meira að segja eftir það var liðið seint í gang. Þær hrukku svo af stað og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks, 8-10. Lengra komust heimamenn ekki og leiddi Valur með fimm mörkum að fyrri hálfleik loknum, 10-15. 

Seinni hálfleikurinn var svipaður, Haukar skoruðu tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum á móti 6 mörkum Vals og staðan því 13-21. Það hægðist aðeins á leiknum í kjölfarið en sigur Vals var aldrei í hættu. Gestirnir sigldu lygnan sjó það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum sanngjarnan sjö marka sigur, 25-32. 

Af hverju vann Valur?

Valur var algjört yfirburðar lið í dag, þær mættu grimmar til leiks og komust í 0-6 strax í upphafi leiks. Þær höfðu töluverða yfirburði í vörn og markvörslu og það telur mikið í svona leik. 

Hverjar stóðu upp úr?

Íris Björk Símonardóttir var mögnuð frá fyrstu mínútu, hún varða tæplega 20 bolta og var með yfir 40% markvörslu. Það dró aðeins af henni undir lokin eins og gerist oft þegar vörnin fer einnig að slaka á. En Íris getur þakkað frábærum varnarleik í dag. Anna Úrsula og Díana Dögg voru algjörir klettar í vörninni en sókninni var Lovísa Thompson atkvæðamest. 

Ástríður Gísladóttir byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum og náði sér ekki á strik svo Saga Sif Gísladóttir kom inn og átti mjög góða innkomu. Hún var með 10 bolta og 30% markvörslu. Berta Rut Harðardóttir var markahæst í liði Hauka með 7 mörk en til þess þurfti hún 14 skot, skotnýtingin var ekki nógu góð hjá Haukaliðinu

Hvað gekk illa? 

Hauka liðið mætti ekki tilbúið til leiks. Þær lentu strax 6 mörkum undir og skora ekki fyrsta markið fyrr en eftir 8 mínútur. Vörnin var ekki nógu þétt hjá þeim og sóknarlega voru þær kraftlausar. 

Hvað er framundan? 

Framundan er tveggja vikna pása á deildinni vegna landsliðs verkefna og næst síðasta umferðin fer svo fram laugardaginn 30. mars. 

 

Gústi Jóh: Fjórði leikurinn á níu dögum

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með frammistöðu liðsins í dag

„Við byrjuðum leikinn að miklum krafti og komumst í 6-0. Við gáfum svo bara aldrei eftir og vorum mjög fókuseruð“

Valur fagnaði bikarmeistaratitlinum um síðustu helgi og hefur nú átt þétt prógram líkt og önnur lið sem spiluðu í höllinni. Gústi segir það mikilvægt að leikmenn fái einhverja hvíld en hann sé ánægður með það hvernig stelpurnar mættu til leiks í dag

„Þetta er fjórði leikurinn á níu dögum. Við erum búin að hvíla vel síðustu þrjá daga og ætluðum að mæta fersk til leiks. Stelpurnar gerðu það og ég er mjög ánægður með frammistöðuna sem þær sýndu í leiknum“

Eins og áður sagði eru Valskonur nýkrýndir bikarmeistarar og eru nú með þriggja stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar. Gústi viðurkennir að liðið sé í góðum málum og segir að liðið sé búið að vera að spila vel í vetur

„Við erum í fínum málum, við höfum verið að spila vel í vetur og ætlum að halda því bara áfram. Við höldum okkar vinnu áfram en núna kemur smá frí útaf landsliðspásu, við ætlum að gefa okkur stelpum smá frí líka og svo reynum við að koma fersk inní lokakaflann.“ sagði Ágúst að lokum

 



Elías Már: Upp með hausinn og áfram gakk

„Við erum bara skrefi á eftir Val eins og staðan er“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka

„Fyrsta mál er nátturlega það að við mættum ekki klárar til leiks. Svo eru lykilmenn hjá okkur voru að spila langt undir pari í dag. Enn það er líka erfitt að vinna handboltaleik þegar markmaðurinn í hinu liðinu ver yfir 30 skot“ sagði Elli sem vitnar þar í góðan leik Írisar Bjarkar í markinu hjá Val

„Við erum bara skrefi á eftir Val eins og staðan er núna. Þær eru með mjög massívt lið, frábæra vörn og frábæran markmann. Við brennum af gríðalega mikið af góðum færum, við fengum nokkru sinnum í leiknum tækifæri á að minnka leikinn niður í eitt eða tvö mörk en misstum þær alltaf framúr okkur aftur.“

Elli viðurkenni að Haukar hafi í raun aldrei átt séns í þessum leik enda er erfitt að elta jafn gott lið og Valsliðið frá fyrstu mínútu. Hann er þó bjartsýnn á úrslitakeppnina en segir að liðið þurfi að nýta landsliðspásuna vel. 

„Nú er landsliðspása og við þurfum að nýta hana mjög vel. Við erum ekkert hættar, en við þurfum að nýta pásuna vel og koma smá trú í liðið. Þetta hafa verið tveir mjög erfiðir leikir í röð hjá okkur, svo það er bara upp með hausinn og áfram gakk“

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira