Gylfi skoraði í sigri á Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Everton fagna marki Gylfa
Leikmenn Everton fagna marki Gylfa vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað marka Everton í 2-0 sigri á Chelsea í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar þessa helgina.

Everton náði loksins að vinna heimaleik í fyrsta skipti á síðustu níu vikum þegar Maurizio Sarri og hans lærisveinar mættu á Goodison Park.

Staðan var markalaus í hálfleik en Eden Hazard komst nálægt því að skora fyrir Chelsea snemma leiks þegar skot hans small í stönginni.

Á fyrstu mínútum seinni hálfleiks tók Gylfi Þór Sigurðsson hornspyrnu og upp úr henni skoraði Richarlison fyrsta mark leiksins.

Á 72. mínútu fékk Everton vítaspyrnu þegar Marcos Alonso braut á Richarlison innan vítateigs. Gylfi Þór fór á punktinn en spyrnan var slæm og Kepa varði frá honum. Gylfi var þó fljótastur í frákastið og setti það í netið.

Chelsea náði ekki að svara fyrir sig og 2-0 lokastaðan.

Chelsea er því enn í 6. sæti deildarinnar, stigi á eftir Manchester United. Everton er í 11. sæti með 40 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira