Lífið

Átján ára systir One Direction-stjörnu lést skyndilega

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Felicité og Louis í brúðkaupi móður þeirra fyrir nokkrum árum.
Felicité og Louis í brúðkaupi móður þeirra fyrir nokkrum árum. Skjáskot/Instagram
Felicité Tomlinson, átján ára áhrifavaldur og systir One Direction-stjörnunnar Louis Tomlinson, lést á miðvikudag úr hjartaáfalli. Systkinin misstu móður sína úr hvítblæði fyrir tveimur árum.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Felicité hafi hnigið niður í íbúð sinni í Lundúnum en haft er eftir lögreglu að hún hafi verið úrskurðuð látin á staðnum.

Felicité starfaði sem fyrirsæta og státaði af 1,3 milljónum fylgjenda á Instagram-reikningi sínum. Hún birti síðast mynd á reikningnum þann 10. mars síðastliðinn en myndina má sjá hér að neðan.



 
 
 
View this post on Instagram
Don’t know why I look so shocked

A post shared by Félicité Tomlinson (@felicitegrace) on Mar 10, 2019 at 5:11am PDT

Þetta er annað áfallið sem dynur yfir fjölskylduna á stuttum tíma en móðir Tomlinson-systkinanna, Johannah Deakin, lést fyrir tveimur árum eftir langa baráttu við krabbamein.

Fjölmargir hafa sent Louis samúðarkveðjur í kjölfar fráfalls Felicité, þar á meðal spjallþáttastjórnandinn James Corden og tónlistarmaðurinn Charlie Puth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×