Sport

Dan Hardy: Aldrei séð Gunnar eins góðan og gegn Oliveira

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Dan Hardy kann sitt MMA upp á tíu.
Dan Hardy kann sitt MMA upp á tíu.
UFC-lýsandinn Dan Hardy er mjög spenntur fyrir bardaga þeirra Gunnars Nelson og Leon Edwards í kvöld. Hardy veit hvað hann talar um enda fyrrverandi bardagakappi og frábær lýsandi sem og greinir fyrir UFC.

„Þetta er mjög spennandi viðureign. Glímumaður gegn boxara. Gunnar er samt ekki bara glímumaður og Leon er heldur ekki bara boxari. Leon veit nákvæmlega hvað Gunnar ætlar að gera sem er að ná höggi á hann og draga hann svo í gólfið,“ sagði Hardy.

„Á endanum verður Leon að stöðva Gunnar í því sem hann gerir best og Gunnar verður að reyna að þvinga sínu fram. Gunnar er svo góður að ná sínu fram og ég hef aldrei séð Gunnar eins góðan og gegn Alex Oliveira.



Klippa: Dan Hardy um bardaga Gunnars og Leon Edwards


„Gunnar var kominn á annað stig. Hann var ótrúlega einbeittur og klár í allt. Það var líka grimmd í honum sem ég hef ekki séð áður. Leon er lengi í gang og Gunnar gæti sett hann undir pressu snemma. Gunnar getur nýtt sér þetta.“

Viðtalið við Hardy má sjá í heild sinni hér að ofan.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum.

MMA

Tengdar fréttir

Till: Ætla að eyða sál Masvidal

Jorge Masvidal og Darren Till kunna að rífa kjaft. Masvidal segist vilja kýla Till í andlitið en Englendingurinn lætur ekkert minna duga en að eyða sál Masvidal.

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×