Sport

Gunnar: Kannski er ég skemmtilegri en Edwards

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Gunnar er tilbúinn.
Gunnar er tilbúinn.
Gunnar Nelson er eins tilbúinn og hægt er fyrir bardagann gegn Leon Edwards í kvöld. Í toppformi og laus við öll meiðsli. Hann ætlar sér líka stóra hluti.

„Ég er nú yfirleitt ekki að æsa mig mikið fyrr en kemur að bardaganum sjálfum,“ sagði Gunnar léttur eftir vigtunina í 02-höllinni í gær þar sem hann hitti Edwards í síðasta skipti áður en þeir berjast.

„Niðurskurðurinn gekk mjög vel með sama liði og síðast. Þetta var mjög þægilegt. Það hefur heldur ekkert komið upp á.“



Klippa: Gunnar eftir vigtunina


Eins og venjulega er Gunnar ótrúlega rólegur í aðdraganda bardagans en viðurkenndi að það kæmi smá fiðringur við að koma inn í höllina.

„Það er gaman labba á sviðið og finna smá spennu. Annars er maður bara að doka rólegur. Partýið er svo á morgun,“ segir Gunnar en hann fékk óvænt betri móttökur en Bretinn á vigtuninni í gær.

„Ég hef barist oft hérna og á greinilega gott fan base. Kannski er ég líka bara skemmtilegri en Edwards. Ég veit það ekki.“

MMA

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×