Lífið

Ný útgáfa Avengers-veggspjalds gefið út eftir gagnrýni

Andri Eysteinsson skrifar
Aðdáendur voru ósáttir við að nafn Danai Gurira sem leikur Okoye hafi vantað á veggspjaldið.
Aðdáendur voru ósáttir við að nafn Danai Gurira sem leikur Okoye hafi vantað á veggspjaldið. Getty/Axelle/Bauer'Griffin
Eftir að hafa hlotið töluverða gagnrýni hefur Marvel Studios gefið út veggspjaldið fyrir komandi stórmyndina Avengers: Endgame að nýju.

Myndverið hafði verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki komið nafni leikkonunnar Danai Gurira, sem hefur leikið Okoye í Black Panther og Avengers: Infinity War, á veggspjaldið. 13 persónur myndarinnar komu fyrir á veggspjaldinu en bara nöfn 12 leikara. Nafn Gurira var það eina sem vantaði.

Gurira hefur auk þess að leika Okoye gert garðinn frægan sem Michonne í þáttunum Walking Dead en hún er einnig leikritahöfundur og hefur verið tilnefnd til Tony verðlauna fyrir. Fjöldi aðdáenda húðskammaði Marvel Studios fyrir þetta á Twitter og hvatti myndverið til þess að breyta veggspjaldinu.

Marvel varð við kallinu og gaf í dag út nýja útgáfu af veggspjaldinu, í þetta sinn með nafn Danai Gurira á sínum stað.

Í færslu á Twitter síðu Marvel Studios sagði: „Hún hefði átt að vera þarna frá byrjun“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×