Erlent

Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni.
Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. Vísir/ap
Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni.

Andrew Campbell, fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu CNN. Hann sagði að tölvupósturinn hefði verið sendur á tölvupóstfang forsætisráðherraskrifstofunnar en að aðeins starfsfólk Arderns hefði náð að lesa innihald bréfsins. Sjálf hafi Ardern ekki náð að lesa bréfið áður en hryðjuverkin áttu sér stað.

Stefnuyfirlýsingin, sem send var til forsætisráðherrans, er 87 blaðsíðna plagg sem einkennist af hatursáróðri í garð innflytjenda og múslima. Tarrant setti stefnuyfirlýsinguna einnig á netið rétt áður en hann framdi ódæðið.

Eitt af fyrstu verkum forsætisráðherrans í dag var að hitta aðstandendur þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásinni í gær. Hún ræddi við leiðtoga múslima og reyndi að hughreysta þá sem syrgja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×