Lífið

Paris Jackson flutt í skyndi á sjúkrahús

Sylvía Hall skrifar
Paris Jackson.
Paris Jackson. Vísir/Getty
Paris Jackson, fyrirsæta og dóttir Michael Jackson, hefur verið lögð inn á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Að sögn heimildarmanna TMZ sem þekkja til fjölskyldunnar hefur Paris átt erfitt eftir að heimildarmyndin „Leaving Neverland“ kom út og segja hana hafa valdið þessu.

Í frétt TMZ kemur fram að lögregla var kölluð á heimili hennar klukkan 7:30 að staðartíma og var hún flutt á sjúkrahús stuttu síðar. Hún er sögð vera í stöðugu ástandi.

Eftir sýningu heimildarmyndarinnar hefur Paris haldið sakleysi föður síns fram þrátt fyrir að hafa ekki horft sjálf á myndina. Myndin hefur vakið mikið umtal og hefur meðal annars orðið til þess að ýmsar stöðvar hafa ákveðið að hætta að spila tónlist Jackson og sýna frá tónleikum hans, þar á meðal BBC og NRK.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×