Erlent

Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna

Andri Eysteinsson skrifar
Caputova hlaut 40.5% atkvæða og mun fara gegn frambjóðanda Smer flokksins í seinni umferð kosninganna.
Caputova hlaut 40.5% atkvæða og mun fara gegn frambjóðanda Smer flokksins í seinni umferð kosninganna. EPA/Jakub Gavlak
Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. Caputova er frambjóðandi Framfaraflokksins, Progresívne Slovensko sem hefur frjálslyndi að leiðarljósi. Guardian greinir frá.

Caputova hlaut 40.5% greiddra atkvæða og skaraði fram úr í kosningunni, þrátt fyrir að hafa ekki hlotið hreinan meirihluta. Í öðru sæti var frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins Smer, Maros Sefcovic sem fékk 18.7% atkvæða.

Slóvakískir kjósendur munu því kjósa á milli Caputova og Sefcovic í annarri umferð kosninganna sem fram fer 30. Mars.

Rekja má dvínandi fylgi ríkisstjórnarflokksins Smer til morðsins á rannsóknarblaðamanninum Jan Kuciak og unnustu hans. Kuciak skrifaði greinar um svik og spillingu auðjöfra sem höfðu ítök í stjórnmálum landsins. Eftir morðið í febrúar 2018 var stjórnarflokknum mótmælt og endaði það með afsögn forsætisráðherrans Roberts Fico.

Caputova sagði niðurstöðuna ákall um breytingar í stjórnkerfi Slóvakíu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×